Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 41

Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 41
KIRKJURITIÐ 471 gert félagsheimilið á næsta sumri. Margir safnaðarmeðlimir hafa gefið stórgjafir til kirkjunnar í peningum, efni og vinnu. Þessar gjafir hafa nýlega borizt: Kristín Runólfsdóttir frá Búð- um, Grundarfirði, nú til heimilis í Grafarnesi, gaf 10 þús. kr. til minningar um eiginmann sinn, Cecil Sigurbjarnarson, sem fæddur var 22. ágúst 1896, en fórst með línuveiðaranum Papey 20. febr. 1933. Er þetta stærsta gjöf einstaklings, sem kirkjunni hefur borizt. Guðbjartur Jónsson byggingarmeistari gaf 5000 kr. sem örlítinn þakklætisvott fyrir alla þá blessun, sem honum hlotnaðist í samverunni með vinnuflokknum. Ellilífeyrisþegi í Grundarfirði kom með 2000 kr. „afgang“ frá sumrinu til kirkj- unnar, og fleira mætti telja. Vinnuflokkurinn, framlag hans og fórnfýsi heimamanna í sambandi við hann, er kafli út af fyrir sig, sem hér verður ekki gerð nein tæmandi skil. Margir hafa spurt: Borgar sig að hafa vinnuflokk? Já, vissulega. Framlag hans í vinnu var mikið, en sú örvun, sem honum fylgdi fyrir söfnuðinn, var ómetanleg. Þátttakendur stóðu sjálfir straum af ferðakostnaði, en söfnuð- urinn sá um húsnæði og fæði. Útgjöld safnfaðarins vegna vinnu- búðanna voru um 13 þús. kr., en um helmingur af þeirri upp- hæð voru gjafir heimamanna í fæði og vinnu. Allmargar kon- ur í kvenfélagi Eyrarsveitar tóku að sér til skiptis að sjá um alla matargerð fyrir vinnuflokkinn og gáfu alla sína vinnu. Mörg heimili sendu matargjafir, svo að aldrei skorti mjólk, smjör, egg, brauð né kökur á borðum vinnuflfokksins. Verzl- unarfélagið Grund veitti mikinn afslátt á allri matarúttekt °g gaf auk þess stórgjöf til kirkjunnar í byggingarvörum. Ýmsir þeir, sem ekki voru heima eða gátu ekki sjálfir unnið við hirkjubygginguna, sendu peningagjafir til að standast straum af kostnaði við vinnuflokkinn. Fimm safnaðarmeðlimir gáfu samtals 5000 kr. í þessu skyni. Fjórir þátttakenda í vinnubúðunum voru stúlkur, sín frá hverju þessara landa: Danmörku, Hollandi, Þýzkalandi og úandaríkjunum. Voru þær að sjálfsögðu ómissandi í flokks- starfinu, og stóðu sumar hverjar ekki karlmönnum að baki í grunngreftri, mótauppslætti og steypuvinnu. Danska kennslu- honan Elisabet Kielderup Jörgensen var leiðtogi flokksins af hálfu hinna erlendu þátttakenda. Hún undirbjó biblíulestrana °g hafði forystu í mörgum öðrum greinum og var full af áhuga

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.