Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 43
Jólagesturinn. (Eftir Kenneth Irving Brown.) Heimþráin verður manni stundum óviðráðanleg og löngunin til að hitta aftur sína gömlu vini. Svo fór mér, þegar ég hafði starfað í fjóra mánuði að grasafræðirannsóknum í Suður-Am- eríku. Ég lá endilangur í eintrjánungnum og lét mig dreyma heim um mannabyggðir og ræktarlönd. Pedró, Karíbinn, sem var leið- sögumaður minn, gutlaði letilega með árinni, um leið og hann masaði við mig um Cispatíu, sem hann kvað vera smáborg upp með Mulattofljótinu, og hvað Karíbarnir væru einangraðir, en ..hjartanlega gestrisnir“. Ef ég skildi rétt þetta spansk-enska hrognamál hans, hafði engan hvítan mann borið að garði þeirra síðustu 20 árin. Og í dag er Þorláksmessa, hugsaði ég. Við gist- um í Cispatíu á aðfangadagskvöld; ég verð þá jólagestur þeirra. Ég brosti háðslega að þessari tilhugsun. Við komum til þorpsins í rökkri. Þar voru tómir smákof- ar með torfþökum. Margir þeirra voru reistir á staurum til varnar gegn villidýrum. Gamall maður varð fyrstur til að koma auga á okkur og starði á okkur eins og hann væri negld- ur við jörðina. Svo hrópaði hann á ókennilegan hátt: „Hom- bres, hombres. Venid!“ Og karlar og konur þustu óðara út úr kofunum. Öll staðnæmdust skyndilega, þegar þau litu okkur, síðan féllu þau eins og einn maður á kné, snurtu grassvörðinn tueð enninu og gáfu frá sér sönglandi andvarp, sem lét kynlega Ijúft í eyrum. Ég botnaði ekkert í þessu skrítna athæfi, og leiðsögumaðurinn gaf mér enga skýringu á því. Enginn reis á ísetur, þegar ég sté á land, né leit upp. En ég skildi nú, að allir voru að biðjast fyrir. >.Segðu þeim, að við ætlum okkur að vera hérna í nótt,“ sagði óg við Pedro. Hann hafði ekki fyrr orðað það en allt fólkið Þyrptist um mig. Aldrei hef ég litið slika geðshræringu upp- málaða í mannlegum augum. Þráin og lotningin ruglaði mig SJörsamlega í ríminu. Þegar ég gerði þeim skiljanlegt, að ég

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.