Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 44
474 KIRKJURITIB væri vinur þeirra, féllu þeir að fótum mér og kysstu skóna mína. Mér var þetta óskiljanlegt. Hví skyldi þeim finnast svo til um hvítan mann, að þeir færu að tilbiðja hann! Ég reikaði niður að ánni og settist á bakkann meðan myrkr- ið féll á. Ég sá bæði hombres og mujeres í nokkurri fjarlægð. Menn töluðust við í lágum hljóðum. Skyndilega stefndi ung og grannvaxin muchacha í átt til mín. Hún studdist við staf og hreyfði sig með erfiðismunum. Auðsæilega lömuð vinstra megin. Fóturinn var eins og úr blýi og höndin hékk niður líkt og slytti. Enginn annar bifaðist í hópnum, en allir fylgdu henni ákaft með augunum. Stúlkan titraði öll frá hvirfli til ilja. Ég stóð á fætur og braut heilann um, hvers af mér væri vænzt. Um leið hrasaði stúlkan og stafurinn hrataði úr hendi hennar. Hún reyndi að teygja sig eftir honum, en ég greip til hennar og hélt eitt augnablik um hana. Þá rak hún upp hrifningaróp, vatt sér úr örmum mér og þaut út í skuggann. Það var engu líkara en að landar hennar hefðu beðið þessa. Þeir hófu nú einhvern hátíðasöng, gleðiþrunginn og heillandi, þrátt fyrir langdregið stef og mikinn einfaldleika. Gátan varð mér æ torráðnari. Mér varð litið á staf muchach-unnar. Gat það hugsazt, að þessir fáráðlingar hefðu heyrt getið um læknavísindi okkar og héldu, að allir hvítir menn væru töframenn? Einhver hafði sagt, að trúin væri hæfileikinn til að trúa því ótrúlega. Ég var svo hissa og undrandi og ruglaður af kveinsöngvun- um, að ég gekk til öldungsins og gaf honum merki um, að ég vildi ganga til náða. Hann skildi mig og leiddi mig inn í stærsta kofann. Það var búið um mig eftir beztu föngum á pálmablöð- um. Ég fékk líka teppi ofan á mig, og var sannarlega hvíldinm feginn. Ég vakanði í dögun á jóladagsmorgni. En hvað var um slík- an dag að ræða í auðn og óbyggðum að kalla mátti? Hvað gátu jólin verið þessum Karíba-Indíánum. Mér varð aðeins til ama að rifja upp fyrra jólahald mitt. Ég hrökk upp af þessum hugleiðingum við óminn af lágum, friðandi mannsröddum. Þorpsbúar streymdu inn í kofann, alhr með fullt fangið. Þeir lutu mér til jarðar, lögðu síðan fórnar- gjafir sínar við fætur mínar. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Þarna var gríðarhrúga af stærðar tígrisskinnum, ban-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.