Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 46
Bókafregnir. Björn Magnússon: Ættir Síöupresta. Niöjatal Jóns prófasts Steingrímssonar á Prestsbakka og Páls prófasts Pálssonar i Hörgsdal og systkina hans. — Bókaútgáfan Norðri, Reykjavík 1960. Það er alkunnugt af Guðfræðingatali, Orðalykli Passíusálm- anna og fleiru, að prófessor Björn Magnússon er eljusamur og nákvæmur fræðimaður og mjög afkastamikill. Ættir Síðupresta bera því þó bezt vitni. Rit þetta er röskar 600 blaðsíður og hef- ur að geyma yfir tíu þúsund mannanöfn, að talið er, og ýmsar upplýsingar um aldur, störf, maka og búsetu meginþorra þeirra. Hlýtur allur sá fróðleikur að hafa kostað geysierfiði og langar yfirlegur. Og ekki minni nákvæmni og aðgæzlu. Ættfeðurnir eru báðir þjóðfrægir höfuðklerkar og merkir ættfeður. Mun þvl niðjum þeirra og fjölmörgum öðrum, sem gaman hafa af ætt- fræði, þykja bók þessi góður fengur. Hún er ein þeirra hand- bóka, sem gott er að hafa við höndina og grípa til og fer raun- ar vaxandi að gildi þeim mun lengur sem líður. Jón Hélgason: íslenzkt mannlíf. — Iðunn 1060. Keðjubækurnar — þessi mörgu samstæðu bindi, sem komið hafa hvert af öðru mörg ár í röð, hafa á stundum orðið leiðar og vakið þann grun, að útgefendurnir væru helzt til ágengm En þess eru líka dæmi, að hver ný bók í lestinni hefur -ekki aðeins kveikt eftirvæntingu, heldur og fögnuð. Svo er enn um þessi rit Jóns Helgasonar. Þau eru hreinar kræsingar. Ber margt til þess, sem óþarft er að fjölyrða um, svo sem stílsnilldin, fjöl' breytnin, mannúðarandinn, góðlátleg kímnin og broddlaus hæðn- in. Minnistæðasti þátturinn í þessu bindi finnst mér vera sa’ sem Jón segir af Sæunni frá Illugastöðum, sem talaði það máh sem börn ein skildu og enn er umhugsunarefni útlendra og mn- lendra fræðimanna. Þessi hreinhjartaði og dyggi einstæðingur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.