Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 47

Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 47
KIRKJURITIÐ 477 vekur með minningu sinni varma og birtu í hugskoti manns. Er gott til þess að vita, hvað hin umkomulitla stúlka átti undra góðu að fagna á þeim tímum, sem hennar líkar hröktust flestir víða og kynntust mest myrkrinu og kuldanum, auk óþrotlegs erfiðis. Örlagasaga úr Önundarfirði er all-einstæð og merk þjóð- lífsmynd á sína vísu. Guðrúnarraunir Þórhalla prests eru hvorki fögur saga né til fyrirmyndar, en ekki get ég hræsnað það, að oft skellti ég upp úr, er ég las hana. Öþarft er að nefna fleira. Allir kaflarnir hafa margt sér til ágætis. Gott til þess að vita, hvað höfundur er enn ungur og á vonandi eftir að leiða margt af því liðna fram á sviðið og sýna það í sínu skæra leifturljósi. Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla: Sólarsýn. Jón M. Sam- sonarson sá um útgáfuna. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1960. Gaman að fá þetta ljóðakver frá 17. öld. Nafnið er vel valið, lýsir því sem mest auðkennir lífsskoðun höfundarins og verður honum mest og bezt að yrkisefni. Hvað er betra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnurann? Hún vermir og skín og hýrt gleður mann. Og: Sæl vermir sólin oss alla. í hæðunum byggir herrann sá, sem henni skipaði loftið á. Hans vil eg að fótunum falla. Bjarni var dóttursonur séra Einars í Eydölum og þeir séra Stefán Ólafsson í Vallanesi og Bjarni því systkinasynir. Ekki að undra, þótt Bjarni sé gott og lipurt skáld og yrkisefnin raun- ar furðu fjölbreytileg, þegar minnzt er þeirra aðstæðna og kjara, sem skáldið bjó við. Hvorki einangrun né fátækt gat nítt úr honum bjartsýnina og lífsgleðina né skáldskapinn. Veð- urfarið og hversdagsviðburðirnir verða honum að vonum órýgstu yrkisefnin, en hann gerir líka ágætt Grýluljóð og snjöll Ijóðabréf. Auk fagurra andlegra ljóða. Hér eru rúmsins vegna aðeins tvö smásýnishorn enn:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.