Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ
479
um sveitum á íslandi, nema Öræfunum. Einnig víða erlendis —
austan hafs og vestan. Oftast er hún búin peysufötum — en
skautar, þegar hún hefur meira við. Á því fer vel. Enginn er
íslenzkari í hug og hjarta — og hún hefur líka verið þjóð sinni
alla daga og alls staðar til sóma.
Ævisaga Halldóru er fallega útgefin með prýðilegum mynd-
um. Mest er stiklað á stóru og aðeins sýnd uppistaðan. ívafið
skín þó skýrt í gegn — stórhugur, eldmóður og föðurlandsást
hinnar stórbrotnu og heilsteyptu konu, sem engum getur
gleymzt, sem af henni hefur kynni. Og þjóðin stendur í stórri
þakkarskuld við hana. G.Á.
Innlcndar fróttir.
Kvenfélag IsafjarÖarkirJcju var stofnað þ. 17. maí s. 1. á ísafirði.
Stofnfundinn sóttu 32 konur, auk sóknarnefndar og organleikara
kirkjunnar, Jónasar Tómassonar. Prófasturinn Sigurður Kristjánsson
gat þvi miður ekki mætt sökum veikinda. Aðaltilgangur félagsins er
að vinna að bættu trúarlífi og kristilegu siðgæði til eflingar safnað-
arlífinu, svo og til styrktar hverju góðu málefni, er söfnuðinn varð-
ar, eftir því sem ástæður leyfa. Einnig mun það sjá um viðhald alt-
arisklæða, messuskrúða og fermingarkirtla kirkjunnar sem og ræst-
■hgu hennar og fegrun. Enn fremur skreytingu við hátíðleg tækifæri.
Margt af því, sem hér er talið, hafa ýmsar konur safnaðarins haft
með höndum mörg undanfarin ár, án þess að það væru félagsbundin
samtök. Þær hafa einnig gefið kirkjunni margar góðar gjafir. Úr
hópi þessara áhugasömu safnaðarmeðlima voru flestar þær konur,
sera áttu hugmyndina um, að þörf væri að stofnun til slíkra samtaka
sem hér um ræðir. og unnu að undirbúningi stofnunar félagsins ásamt
organleikara kirkjunnar, en hann hafði kynnt sér nokkuð starfshætti
hvenfélaga við kirkjur i Reykjavík. Þess má geta, að á stofnfund-
'hum komu fram raddir um, að félagið beitti sér fyrir stofnun æsku-
lýðsfélags. Mun það mál verða tekið til athugunar við tækifæri. •—
Stjórn félagsins skipa: Frú Lára Eðvarðsdóttir formaður, frú Guðrún
^igfúsdóttir ritari, frú Margrét Hagalínsdóttir gjaldkeri. Varastjórn:
_ú Kristín Bárðardóttir, frú Bjarney Ólafsdóttir, frú Herdís Jóns-
áóttir. Endurskoðendur: Frú Ragnhildur Helgadóttir og frú Hall-
dóra Knauf.
. ÆskulýOsmót í Skálholti. Dagana 21.—23. október var haldið æsku-
Jfðsmót í Skálholti. Mótið sóttu þátttakendur í vinnubúðunum í Graf-
arnesi og í æskulýðsmótinu í Lausanne í Sviss s. 1. sumar. Mótsstjóri
' ar újörn Björnsson stud. theol. Var búið í nýja húsinu á staðnum
°g matreitt þar einnig. Var öllum þátttakendum skipt í flokka, sem