Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 50
480 KIRKJURITIÐ ræddu aðalmál mótsins, sem var „Hvað er framundan í æskulýðsmál- um kirkjunnar?“. Var það mál reifað af dr. Þóri Kr. Þórðarsyni pró- fessor, sem talaði um vinnubúðir, og séra Ólafi Skúlasyni æskulýðs- fuiltrúa, sem talaði um æskulýðsmál almennt. Á laugardagskvöldið var almenn samkoma og guðsþjónusta á sunnudaginn. Voru þáttak- endur mjög ánægðir með þessa tilraun og fúsir að halda áfram þess- ari kirkjulegu starfsemi. Hornsteinn Kópavogskirkju var lagður af herra Sigurbirni bisk- upi Einarssyni sunnudaginn 20. nóv. Auk hans töluðu við það tæki- færi frú Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri, Jón Auðuns dómprófastur og sóknarpresturinn séra Gunnar Árnason. Veður var fagurt og margir viðstaddir. Forn-lútersk hátiöamessa fór fram á Bessastöðum 27. nóv. að frum- kvæði forsetans, herra Ásgeirs Ásgeirssonar. Auk biskups störfuðu að messusöngnum séra Sigurður Pálsson á Selfossi, séra Arngrímur Jóns- son í Odda og séra Guðmundur Óli Guðmundsson á Torfastöðum. Prestar voru skrýddir forláta messubúnaði og sungið úr Grallaran- um. Fjölmenni var, og þótti athöfnin mjög hátiðleg. Erleiular i'rrllir. Séra Albert E. Kristjánsson, prestur Islendinga í Blaine í Washing- ton átti 50 ára prestsskaparafmæli 25. sept. síðastliðinn. Var afmælis- ins minnzt vestra með virðingu og þökk, enda er séra Albert ágætum gáfum gæddur og mikill mannkostamaður. Tveir nýir danskir Liskupar. Sjálandsbiskupsdæmi hefur verið skipt í tvennt og var kosið í báðum stiptunum nýlega. Hinn nýi Sjálands- biskup heitir W. Westergaard Madsen. Hann er 53 ára að aldri, ætt- aður úr Kaupmannahöfn. Var um ellefu ára skeið prestur þar i borg- inni, en síðan 1942 framkvæmdastjóri Sameinuðu safnfaðarstarfsem- innar (De Samvirkende Menighedsplejer) og hefur reynzt mjög áhugasamur og nýtur í starfi sínu. Hallast að heirnatrúboðsmönnum- — I. B. Leer Andersen, sóknarprestur við Skt. Olaikirkju í Helsingm — hina nýju dómkirkju — hefur verið skipaður biskup í Helsingör- stipti. Hann er einnig vel miðaldra og hefur m. a. starfað að ýmsum mannúðarmálum. Tveir nýir biskupar í Noregi. Tord Godal dómprófastur í Osló hefur verið skipaður biskup í Niðarósi, í stað dr. Arne Fjellbu, sem sagt hefur af sér fyrir aldurs sakir. Hann er fæddur 1909. Orðlagður prédikari og hefur m. a. verið formaður norska prestafélagsins. Dr. theol. Friedtjov Birkeli leysir K. M. Marthinussen af hólmi sem biskup í Stafangri. Fæddur 1906 og hefur aðallega starfað að trúboði, fyrst á Madagaskar, síðar sem framkvæmdastjóri Norska trúboðsfe- lagsins og sem framkvæmdastjóri lúterska heimssambandsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.