Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Síða 27

Kirkjuritið - 01.05.1961, Síða 27
KIRKJURITIÐ 217 Það er gott að miimast þessara orða, J)egar myrkur og ör- yggisleysi hvílir yfir veröldinni, þegar styrjaldir hafa geisað, enn er margt í rústum og óvíst er, hvort uni nokkuð annað og meira er að ræða en vopnalilé, nieðan þjóðirnar hefja nýtt hervæðingarkapphlaup. Þegar dimmt er í álinn, er eins og mild og hlý rödd tali til vor frá guðspjallinu: Réttið úr yður og lyftið liöfðum yðar í trú og von um hetri tíma. Gaitið að fíkjutrénu Til viðbótar við þessi orð kemur svo hin hugðnæma líking Jesú um fíkjutréð. Hún er vissulega eftirtektarverð. Sjálf líkingin er að vísu auðskilin: Þegar trén fara að skjóta öng- um, er sumarið í nánd. En það sem einkum vekur athygli er, hversu trénu, sem vex og springur út, er líkt við þrenginguna: ^iÞegar þér sjáið allt þetta koma fram“ það er þjáninguna og örvæntinguna, einmitt þá er guðsríkið í nánd. Þá er fylling tímans komin. Hið margvíslega umrót er merki vorleysing- anna. Upp úr ösku veraldarbrunans rís nýr heimur. Er þetta ekki of mikil bjartsýni, munu menn spyrja. En svarið verður: Þessi er boðskapur trúar vorrar. Bak við þjáninguna: sigur. Gegn um margar þrengingar ber oss inn að ganga í guðsríki. Sjálft tré hörmunganna ber að lokum dýr- an ávöxt. Þess vegna láta kristnir menn ekki hugfallast, þó að öndvert blási. heldur rétta þeir úr sér með mikilli eftir- vænting, þegar liriktir í viðum hinnar fornu mannfélagsbygg- mgar. Þá eygir hin kristna von nýtt ljós. Þegar uggur og kvíði fyllir liugi annarra, lyftir hún liöfðinu og skynjar, að lausnar- timinn er í nánd, bráðum kemur sumarið. Kristin trú er byggð á óbugandi bjartsýni. tijartsýni efnishyggjunnar En þessi bjartsýni er þó ekki bundin við manninn einn og mátt lians. Undanfarna áratugi liefur verið mikið af slíkri hjartsýni, eii hún liefur ekki staðizt dóm reynslunnar. Efnisliyggjan ^tyrkti mjög trú manna á mátt sinn og megin. Hún liét mann- Eyninu gulli og grænuni skógum: Látið vélarnar niala yður tttalt og salt, látið hinn óþreytanda Grótta stóriðjunnar færa

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.