Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 4
338
KIRKJURITIÐ
fullu inn í kerfi þjóðarbúsins. Nægir þar að nefna sjúkrahús,
elliheimili, ýmiskonar hæli, almenna fræðslu, tr)rggingar o. fh
Ávextirnir af aldalöngu kristnihaldi sjást, þótt oft vilji gleym-
ast, hverjum þeir eru að þakka. Kirkjan man það ekki alltaf
sjálf.
Þrátt fyrir margvíslegar framfarir til góðs á þessum svið-
um, er það hættulegt kristinni kirkju, ef henni gleymist að
vera sjálf sálin í öllu líknarstarfi. Verkefnum hennar þar er
aldrei lokið. Hér er og verður ávallt önnur liliðin á lífi henn-
ar og boðun.
Hvernig er þessu svo háttað hjá oss Islendingum? Er ekki
eitthvað afrækt lijá oss? Hver er tilfinning íslenzkra safnaða
(og presta) fyrir því, að þjónustan við þá, sem líða og búa
við böl á einhvern hátt, sé ekki aðeins kristilegt tal, sem auð-
velt sé að ýta til hliðar, lieldur beinlínis nauðsynlegur þáttur
safnaðarstarfsins, já, líftaug safnaðarvitundarinnar, jafn
ómissandi og sjálf boðun orðsins, ef kristni á að haldast i
landinu. Hvað gerir kristinn söfnuður t. d. fyrir þá, sem sjúkir
eru? Að sjálfsögðu vitja margir sjúklinga. Líka er það eitt
af skylduverkum presta. Ég veit, að íslenzkir prestar rækja
það verkefni vel yfirleitt, sumir með ágætum. Þetta er einn
sá vettvangur prestsstarfsins, er eigi sést í skýrslum né held-
ur er auglýstur. Ég fullyrði, að sumir yrðu undrandi, ef þeir
vissu stundafjölda sumra íslenzkra presta við sjúkrabeð og hve
mikilvægt starf þeir vinna þar. (En þeir eru oftast tahlir liafa
of lítið að gera).
Annað mál er svo hitt, að víða komast prestar alls ekki
yfir að rækja þetta sem skyldi í stórum prestaköllum. M. a.
á það við um Reykjavík og ýmis önnur fjölmenn byggðarlög.
t alhnörg ár hefur verið rætt um þörfina á sérstökum sjúkra-
liússpresti í höfuðborginni. En vel má vera, að innan fárra
ára verði það verk ofviða einurn, a. m. k. ef sjúkrahúsunum
fjölgar og rækja á prestsstarfið þar eitthvað líkt því sem kraí-
izt er í nágrannalöndum vorum. — Sem dæmi þess má nefna,
að þegar ég var við nám í sjúkrasálgæzlu í Osló fyrir fimm
árunt, höfðu Norðmenn gert áætlun um einn prest fyrir hverja
300 sjúklinga í sjúkrahúsum landsins og töldu ærið starf ein-
um manni. Síðan liefur framkvæmd þessa miðað mikið áleiðis,
og ekki munu þeir frændur vorir setja markið neðar nú.