Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 49
KIRKJURITIC 383 GySingatrúin er a<V kulna út í Rússlantli, segir J. I. Fishbein, amerískur ritstjóri, Gyðingaættar, sem ferðast liefur ]>ar austurfrá. Talið er a<V 2(4 milljón Gyðinga séu enn í Sovétríkjunum, en næstum eingöngu elilra fólk haldi fast við trú og siði feðranna. Tardini kardínáli, forsætisráðhcrra páfastólsins lézt 30. júlí s. 1. Eftir- maður hans er Amleto Giovanni Cieognani, kardináli. Ilann er 78 ára og hefur verið meðlimur Cúriunnar (stjórnarráðsins), farið þar með mál- efni kirkjunnar í Austurlöndum. Dr. Frank N. D. Buchmann upphafs- og forystumaður MRA-hreyfing- arinnar, lézt í Sehwarzwald í Sviss 7. ágúst. I eftirmælum erlendra kirkju- hlaða um hann, kemur skýrt í ljós hversu mjög voru skiptar skoðanir um stefnu hans og starfsaðferðir. Mun nokkuð þurfa að líða unz hlutlaust verðtir dæmt um áhrif hans og gildi. En Church Tiine mun fara nokkuð nærri sannleikanum með þessum ályktunarorðum: „Hann var maður, sem á vantrúartíinum, tókst að stofna til afar áhrifamikillar hreyfingar, þar sem vissulega trúarleg uppistaða, var blönduð vafasömu stjórnmála- legu og þjóðfélagslegu ívafi“. Nokkrar tölur um rétttrúnaSarkirkjuna: I Yestur-Evrópu 300.000. I Grikklandi 8 milljónir (7500 prestar). 1 Júgóslavíu 8 milljónir (2300 prestar). I Húlgaríu 6 milljónir (2250 prestar). í Rússlandi um það liil 100 milljónir (73 biskupar og 30.000 prestar). í Asiu um 540.000. 1 Afríku um 140.000. I Norður-Aineríku um 5 milljónir. í Suður-Ameríku um 500.000. I Ástralíu um 500.000. 45 leiStogar KFUK á Norðurlöndum héldu nýlega 12 daga mót í Snoghöj í Danmörku. Þar var ákveðið að efna til íslandsfarar næsta suniar svo fremi að KFUK hér vildi greiða götu þess. Roey kardínáli, erkiliiskup í Mecheln í Belgíu, lézt í ágúst s. 1. Hann var eftirmaður hins heimsfræga Mereiers kardínála, „þjóðhetjunnar“ í fyrri heimsstyrjöldinni. Líkt var um Roey. IJann harðist eindregið gegii Þjóðverjum í síðustu heimsstyrjöld og lét hvorki undan hótunum né nokkurs konar þvingunum. I „andlegri erfðaskrá“ sinni segir liann m. a.: „Ég her þá ósk í hrjósti að deyja í trú kirkju minnar og trausti til kærleika Guðs. Og ég er þess fulltrúa, að auk alls þess, sem Drottinn hefur veitt mér um dagana, muni hann einnig auðsýna mér þessa náð. Já, Guð hefur vissulega leitt mig og úthellt yfir mig gæzku sinni, þrátt fyrir allt mitt vanþakklæti og óverðugleika...... Alla, sem lesa þessar síðustu línur frá minni hendi sárhið ég þessa: Minnist minnar auinii sálar í hænuui yðar. .. .“ Barátla BrœSrasafnaSarins gegn holdveikinni í Tnnganyiku, her góðan árangur. Ekki veitir af. Talið er að 100.000 manns hafi þar enn veikina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.