Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 40
Bókafregnir Böíivar Bjarnason, jirójastur: HRAFNSEYRI. Bókaútgája Menningarsjóös og ÞjóSvinajélags■ ins, 1961. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri sá uni útgáfu þessa rits hins kunna prests og kennara, sem í 40 ár þjónaði Hrafnsevrarprestakalli og var þar því flestuni mönnuin kunnugri, bæði umhverfinu og sögunni. Og vel til fallið að gefa bókina út í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Hér er inikill og margvíslegur fróðleikur sainan kominn: nákvæm staðarlýsing, sagt frá fornfrægum ábúendum og síðan prestuni, eftir að keniur nokkuð' fram á 16. öld. bátíðinni, sem baldin var þarna 1911, sam- komu 17. júní 1944 og loks ráðstöfunum alþingis til endurreisnar staðnum. Frásögnin er skýr og greinargóð, en stundum helztil litbrigðalítil. En allir sögukærir menn munu þakka höfundi verk bans. MORGUNN. — Tímarit um sálarrannsóknir. Dulrœn efni og andleg mál. — Iiitstjóri: Jón AuSuns. 42. árg. 1. liejti. Merkust eru hcr og forvitnislegust bin viðamiklu inngangserindi séra Jóns Auðuns, dómprófasts og Páls V. G. Kolka f. héraðslæknis á umræðu- fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 21. april s. 1. um sálarrannsóknir og spíritisina. Bæði ágætlega samin og efnisrík. Þá vil ég sérstakiega nefna fallega grein eftir séra Svein Víking: Ta/iaS og jundiS. Og athyglisverð'a frásögn eftir Syliil Devon: Draumjylgjur œtt- ar minnar. GANGLElll 35. árgangur 1. hefti. ■— Ritstjóri Grétar Fells. Þetta tímarit birtisl nú í nýjum, mjög smekklegum búningi, fjölbreyti- legt að efni. Þar á meðal eru tvær greinar eftir ritstjórann: Dulspeki og dómvisi og IJjsviShorf GuSspekinnar. Frá lndlandi eftir Gnnnar Dal. Fyrirmœli frœSaranna eftir Sigvalda Hjálmarsson og GuSdómseSli manns- ins ejtir séra Svein Viking. — Vel skrifaðar greinar og vekjandi til uin-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.