Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 9

Kirkjuritið - 01.10.1961, Síða 9
KIRKJURITIÐ 343 Heimili lians og skólastarf lielzt hið sama, er hann leitar átthaga konu sinnar og gerist skólastjóri við harnaskólann í Neskaupstað í Norðfirði. Þar starfar hann nær því í 30 ár, 1914—1943. Fara saman harnaguðsþjónustur og fjölþætt æsku- lýðsstarf. Hann yrkir marga sálma á þessum árum og andleg Ijóð, og koma síðar út tvenn sálmasöfn eftir hann: Helgist þitt nafn 1922. Syng Guði dýrð 1946. Einna tilkomumestir eru sálmar lians um kirkjuna. Þeir lýsa svo glöggt ást hans til hennar. T. d. „Vor dýra móðir kristin kirkja“, og: „Með ári nýju Islands kirkja“. Þyrfti að rita ýtarlega um sálma hans og sálmaþýðingar. En hér er ekki rúm til þess að sinni. Að- eins skal það tekið fram, að vandvirkni hans er auðsæ og brag- eyra gott, enda var hann söngmaður ágætur og lék vel á harmonium. Líklegt er, að fleiri sáhnar verði eftir hann í sálmabók kirkju vorrar á komandi árum en nú eru, því að hann var eitt höfuð-sálmaskáld sinnar kynslóðar á Islandi, orti bæði mikið og vel. Trúarylur ljóða hans kom frá heitu hjarta og mun halda áfram að verma hjörtun. 1 Neskaupstað samdi liann Kirkjusögu sína, sem síðan liefur að staðaldri verið kennsluhók við Kennaraskólann og svo fleiri skóla. Valdemar langaði mjög til þess að bæta börnum sínum það, er hann taldi hafa brostið á menntun sína og lagði frarn til þess alla krafta sína, og varð óvenjulega mikið ágengt. Það var ein mesta gleði bans. Og einn sona lians vígðist til þeirrar stöðu, er hann sjálfur þráði heitast. ★ Eftir full fjörutíu ár lét Valdemar Snævarr af skólastjóra- starfi og fluttist til sonar síns að Völlum í Svarfaðardal. En því fór fjarri fyrir það, að h ann léti af störfum. Nú fékk hann ýms ný verkefni að vinna og öll í þjónustu kirkjunnar. Ritstörfum liélt liann áfram í bundnu máli og óbundnu. Sér- staklega lét hann sér annt um það að skrifa fvrir börnin. Árið 1953 kom út eftir bann bókin: „Líj og játning“, sem hann ætlaði til fermingarundirbúnings. Prýðilega samið rit. Og ári síðar birtist dálítið kver: „Guð leiSir þig“, kristin fræði handa ungum börnum. Ætlaði hann með því að verða for-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.