Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 44
KIRKJURITID 378 nýja skólastjóra á Hólum hr. Gunnari Bjarnasyni alls liins bezta í nafni klerka. Sr. Sigurður Stefánsson flutti ávarp til ferniingarbarnanna, en sr. Björn Björnsson prófastur flutti síðan erindi um dómkirkjuna og gripi hennar. Að lokum sleit sr. Árni Sigurðsson niótinu. Undirbúningsnefnd niótsins skipuðu þessir: Sr. Árni Sigurðsson, sr. Björn Björnsson og sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, cn sr. Þórir Stephenssen sá mikið um undirhúning mótsins á Sauðárkróki. Veður var, báða niótsdagana, hið bezta, og fór mótið hið prýðilegasta fram að siðuni öllunr og guðrækni. Mun |>að eigi liafa síður orðið klerkum til uppörfunar í andanum, en hinunt ný fremdu ungmennuni. Pétur Ingjaldsson. 18. ágúst 1961, á 175 ára afmæli Keykjavíkurkaupstaðar, afhenti Stephan Stephensen og frú Viiíeyjarkirkju bænum með þeim skihnálum, að hún yrði færð á þjóðminjaskrá og yrði í vörzlu þjóðminjavarðar. Kirkjuvígslur liafa farið fram í Eyvindarhólum í Rangárvallaprófasts- dæmi og Efra-Núpi í Húnavatnsprófastsdæmi í sumar. Framkvæmdi bisk- upinn þá fyrrnefndu en vígslubiskup Hólastiptis hina. Báðar voru fjöl- sóttar og fóru hátíðlega fram. Og báðum kirkjunum bárust margar og veglegar gjafir. Árni Pálsson, cand. theol. og kennari var kosinn lögmætri kosningu i Miklaholtsprestakalli. Og hefur nú verið vígður og tekið við brauðinu. Þrír Noriimenn, einn þeirra guðfræðingur, héldu vikutn saman vakn- ingasamkomur í mikill tjaldbúð á Skólavörðuboltinu í Reykjavik nú i sumar. Ólafur Ólafsson fyrrv. kristniboði stýrði þeim. Og flest eða öll kvöld var þéttsetið. Ariíi 1961, laugardaginn 24. júní, var aöalfundur Kirkjukórasambunds Is- lands settur og haldinn í fyrstu kennslustofu Háskólans í Reykjavík, sam- kvæmt fundarboði stjórnarinnar. Varaformaður sambandsins dr. Páll Isólfs- son setti fundinn. Minntist hann í upphafi fyrrverandi söngmálastjóra Sig- urðar Birkis, sem Iézt þ. 31. desember síðastliðinn. Fór hann vel völdum og hlýjuin viðurkenningar- og þakkarorðum um hið ágæta og ótrauða forustu- og brautryðjandastarf í söngmálum kirkjunnar á undanförnum árum. Risu fundarmcnn úr sætum í þakklætis- og virðingarskyni við hinn látna óvenjuvinsæla brautryðjanda. Þá bauð varaformaður hinn nýskipaöa söngniálastjóra dr. Róbert A. Ottósson velkominn til starfa og óskaði bonum til bamingju með hið nýja embætti. Tóku fundarmenn undir það með því að rísa úr sætum. — Þa las varaformaður upp bréf frá frú Guðbjörgu Birkis, ekkju hins látna söngmálastjóra, þar sem bún þakkar stjórn og fulltrúum sambandsins fyrir vináttu og ýmsan stuðning við mann sinn undanfarin ár. Var bréfið dag- sett 23. þ. in.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.