Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 38
Guð eða ekkert „Sólin, sem allar þessar reikistjörnur hverfast urn og eru háöar, þroskar vínberjaklasann, rétt eins og hún hefSi engu öSru aS sinna í veröldinni“. ★ Þessu svaraði Galileo árásum þeim, sem liann varð fyrir, þegar hann sagði, að jörðin væri ekki miðdepill allieimsins. Gagnrýnendur hans héldu því sem sé fram, að kenningar hans gerðu mannveruna einskis verða. Þótt svar Galileos sé jiriggja alda gamalt, er jjað mikilvægt og áhrifaríkt á vorum dögum. Mörgum af oss finnst nefnilega, að í liinum ómælilega alheimi nútímavísinda sé einstakling- urinn einskisverður. En ef unnt er að segja, að liin efnisbundna liiminsól Iiafi lífsákvörðun hins minnsta blóms merkurinnar á valdi sínu, þá er sannarlega ekki hægt að ætla, að jjeim höfuð- krafti, sem skóp allar sólir, allt líf og öll andleg gildi, sé nokk- ur stakkur skorinn. I svari Galileo fólst sú trú hans, að alheimurinn ætti hvorki stoð sína á jörðu eða sólu — heldur væri liann annað hvort undir Guði eða engu kominn. Ef hið síðara á sér stað, getur livorki verið nm neina trú, né skynsamlega heimspeki að ræða. Þess vegna hörfaði hann að sjálfsögðu út úr Jjeirri blindgötu til hins, sem um var að velja — til Guðs. Orð Galileos, fyrsta málssvara nútímavísinda hvetja oss a ný til trausts, vonar og raunliæfrar trúar. Aljred Noyes (skálil og rithöfundur).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.