Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 46
380 KIRKJURITIÐ þaó hefur starfað. Minntist hann í því satnbandi Sigurðar Birkis fyrrv. söngmálastjóra og hans ótrauða starfs og eldheita áhuga á söngmálum Þjóðkirkjunnar, allt til þess síðasta. Yar samþykkt að mælast til þess við Jón ísleifsson, að hann gæfi dagblöðum bæjarins aðalinntak skýrslu sinnar og óskaði eftir að þau birtu hana lesendum sínum. Þá óskaði fund- arstjóri eftir, að dr. Friðriks Friðrikssonar yrði niinnst í satnbandi við þessa skýrslu. Dr. I’áll Isólfsson gat þá um það, að sr. Friðrik hefði ekki aðeins verið hinn mikli æskulýðsieiðtogi, heldur hefði liann einnig samið allmörg lög og verið listamaður á ýmsum sviðum. — Litlar umræður urðu um skýrsluna og varð dr. Páll ísólfsson, þegar hér var komið, að fara af fundinum vegna anna, sem hiðu hans. Þakkaði fundarstjóri honmn kom- una á fundinn og störf lians. — Þegar hér var komið mætti á fundinuni sr. Skarphéðinn Pétursson, Bjarnanesi, fulltrúi fyrir Kirkjukórasamband A.-Skaftafellsprófastsdæmis. 5. Þá var tekið fyrir næsta dagskrármál, sem var söngkennslan. Jón Isleifsson reifaði niálið fyrst. Lagði hann mikla áherzlu á aukna þátttöku safnaðarins í messusöngnum og taldi að of mikil áherzla sé lögð á fjór- raddaðan kirkjusöng. Kirkjutónlist á ekki að vera í formi hljómleika. Leggja her áherzlu á túlkun sálmaiina. — Siðan tók til máls dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri. Var hann á sama máli og Jón Isleifssoii varðandi eflingu safnaðarsöngsins. Ræddi hann um nauðsyn þess, að gera messuna anðveldari aö formi, en auka þó tilbreytni hennar. Gerði liann nokkra grein fyrir starfssviði sínu og áætlunum. Fannst lionum óeðlilegt að söngmálastjóri væri formaður Kirkjukórasamhandsins og skoraðist uiidan því. -— Fleiri tóku til máls. 6. Hér var gengið til kosninga. Yar stjórn kosin með lófataki, en liana skipa: Jón ísleifsson organl., formaður. Páll Jónsson kennari, ritari. Séra Jón Þorvarðarson, gjaldkeri. Jónas Tómasson tónskáld f. Vestfirðinga- fjórðung. Eyþór Stefánsson tónskáld f. Norðlendingafjórðung. Bergþór Þorsteinsson organleikari f. Austfirðingafjórðung. Frú Hanna Karlsdóttir f. Sunnlendingafjórðung. — I Varastjórn voru kjörnir: Frú Anna Eiríks- dóttir, Selfossi, varaforinaður. Sigurður ísólfsson organleikari, varagjald- keri. Kristinn Ingvarsson organleikari, vararitari. Sr. Sigurður Kristjáns- son, Isafirði. Jakoli Tryggvason organleikari, Akureyri. Sr. Jakoh Ein- arsson fyrrv. prófastur, Hofi. Páll Kr. Pálsson organleikari, Hafnarfirði. Endurskoðendur reikninga voru kjörnir: Þórhallur Björnsson og Bald- ur Pálmason og til vara. Páll Guðjónsson og Hálfdán Helgason, allir ur Reykjavík. Þá voru bornar upp tiltögur, sem fram liöfðu komið. a. Tillaga Jóns Isleifssonar: Aðalfundur Kirkjukórasamhands íslands 24. 6. ’61 felur stjórn sinni og söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar að fram- fylgja áður samþykktri tillögu varðandi útvarpsþætti um söngfræðileg efni fyrir kirkjukóra og safnaðarsöng. Fundurinn væntir þess, að Ríkis- útvarpið taki þetta efni sem fastan liö í vetrardagskrá sína 1961—1962. h. Frá sr. Magnúsi Guðmundssyni: Aðalfundur Kirkjukórasambands íslands 1961, beinir þeim tilniæluni til stjórnar sambandsins, að hun

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.