Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 6
340
KIRKJURITIÐ
móts við vandamál æskunnar? Sitthvað af ])essu er vitanlega
unnið í einhverjum mæli hér á landi og þá oftast á einhvern
hátt á vegum „hins opinbera“. Margt gott verk er unnið i
kristilegum bróðurhug bágstöddum og sjúkum til líknar og
heilla. En samt vantar menn. Fleiri, sem finna lijá sér köll-
un til að rétta hlýja hönd þeim, sem líða. Það sem virðist
smávægilegt, getur liaft ómetanlegt gildi. Allt liið stóra byrj-
ar smátt. „Risatréð spratt upp af örsmáu frækorni, og þúsund
mílna för var hafin með einu skrefi“.
Aðalatriðið er, að fólkið finni liönd kristins safnaðar að
verki. En einnig liitt: Kristnum söfnuði er lífsnauðsyn að
skynja líknarþjónustuna sem sitt verkefni. Kirkjan verður að
finna, að liér er hennar starf. Það starf kirkjunnar er þjóðfé-
lagsleg nauðsyn. En það er ekki síður nauðsynlegt í lífi og
tilveru safnaðarins sjálfs. Meginatriði, þar sem kristið trúar-
líf á að haldast. Og alltaf verður jietta verksvið eitt allra þakk-
látasta starfið, sem kirkjan getur unnið.
Lárus Halldórsson.
MniVur cr nldroi of gainnll til niV lærn. — Aeschylus.
Aniinntu vini þína cinslega, cn IofaiV'u þá í Iieyrantla hljóiVi. — Syrus.
Sjálft meistaraverk spekinnar og einhver allra erfiiVasti þáttur liinnar
niiklu lífslistar er aiV kunna aiV veriVa gamall. ■— Amiel.
Enginn er sá konungur, aiV ekki eigi liann einhvern þræl meóal ættfeora
sinna, ná nokkur sá þræll, aiV hann sé ekki kominn af einliverjum kon-
ungi. — Helen Keller.