Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 8
342 KIRKJURITIÐ ekki varð lir því, að liann kæinisl í Lærða skólann. Efni til þess átti hann alls engin, og þá skylduna varð liann að meta mest að sjá móður sinni farborða og annast hana. Urðu vonbrigðin honum sár að hljóta ekki þá stöðu, er hann þráði eina. Þegar hann vék orðum að því við mig, var ég eins og minntur á blóðuga und. ★ Tvítugum að aldri var honum falið mikið ábyrgðarstarf innan sýslu lians, og sýnir það glöggt, hvert traust kunnugir báru til lians. Hí nn varð skólastjóri harnaskólans á Húsavík og gegndi því starfi við góðan orðstír árin 1903—1914. Kristin fræði áttu að dómi lians að vera öndvegisnámsgrein og undir- staða annarrar kennslu. Kristindómurinn, kristin trú og sið- gæði, átti að vera veganesti harnanna til koinandi ára og tryggja gæfu þeirra. 1 þeim anda vann liann verk sitt. Hann kvæntist 19. nóv. 1905 Stefaníu Erlendsdóttur frá Norð- firði, mikilli ágætiskonu, sem bjó lionum heimili bjart og gott. Lágu þangað gagnvegir, þótt auðugt væri það ekki að veraldargæðum. Þau lijón eignuðust sex börn og eitt fósturbarn. Eru 5 þeirra á lífi, en tveir synir dóu ungir. Skömmu eftir lát annars þeirra 1919 orti Valdemar sálminn fagra, sein oftast er sunginn allra sálma lians: „Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir“. Taldi Valde- mar sig liafa fundið glöggt til nálægðar sonar síns og beinlínis fengið boð frá lionum. Hann lýsti því svo í fyrstu: „Þú lætur efnisþokur þynnast, svo það sé hægt að skrifast á og finnast“. Seinna orðaði hann það þannig: „svo það sé liægra elskendum að finnast“. Þessi huggunarríki og voldugi upprisusálmur sýnir hugljóm- un skáldsins, er „himinvissan kveikir líf í æðum“. Ljómi að ofan stafar yfir heimili þeirra, svo að það verður gróðurlundur Guðs ríkis hæði í gleði og sorg. ★

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.