Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 30
364 KIRKJURITIÐ gekk. Var liann andblær, er vaknaði í garði mínum og leið í austurátt? Eða var hann stormur, sem var þess albúinn að lirista alla liluti niður að neðsta grunni? Ég veit það ekki, en á þeim degi deyddi sólsetur augna Iians drekann í mér, og ég varð kona, ég varð Miriam, Miriam frá Mijdel“. — 1 þessari skábllegu frásögu er margt lærdómsríkt. Sannleik- urinn er sá, að margir standa í raun og veru í sporum Maríu Magdalenu, breizkir menn og brotlegir, sem eru að byrja að verða leiðir á sjálfum sér, jafnvel þó að þeir viti ekki af því sjálfir. Venjulega kemur það fram sem einliver einkennileg- ur lífsleiði og tómleikakennd. Þeir eru margir nú á dögum, og hafa raunar alltaf verið, sem liægt er að segja um, að bafi oröið „viðskila við sál sína“, eins og María Magdalena kemst að orði. En gallinn er sá, að þeir bafa ekki verið eins bamingju- samir og María: Þeir hafa ekki kynnst Meistaranum, hinum fullkomna manni, guð-menninu, sem er takmark vor allra. Það er blutverk kristinnar kirkju að gefa mönnum tækifæri lil þess að kynnast þessum fullkomna manni og að leita sálar sinnar og finna liana. — Það blutverk rækir lnin að mínum dómi bezt með því að lialda á lofti Kristsliugsjóninni, boða Jesúm sem bina fullkomnu fyrirmynd. „Kristur í oss — von dýrðarinnar“ — sem Páll postuli nefnir svo — er það ekki hið óviðjafnanlega fyrirheit kristins dóms, sem stöðuglega þyrfti að hljóma í eyrum vorum og lifa í lijörtum vorum sem fagur og frjósamur draumur? Frægur listamaður heimsótti eitt sinn ungan frænda sinn, sem var stúdent. Blöskraði honum að sjá binar ljótu og khiru myndir, sem stúdentinn liafði fest upp í herbergi sínu. Lista- maðurinn lét þó ekki á neinu bera, en þegar liann kom lieini, sendi liann frænda sínum undurfagurt málverk. Stúdentinn fagnaði gjöfinni, eins og að líkum lætur, og liengdi liana þegar í stað á einn vegginn í lierbergi sínu, þar sem mest bar á henni. En smám saman varð honum Ijóst, að hinar myndirnar voru í of miklu ósamræmi við þessa fögru mvnd. Hann neyddist til að taka þær niður. Á efri árum sínum sagði listamaðurinn stundum ungu fólki þessa sögu og bætti þá stundum við: „Líku máli gegnir um Krist. Ef við berum mynd hans í huga og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.