Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 21
Þankabrot að aflokinni prestastefnu Ritstjóri Kirkjuritsins kvartar um það í „Pistlum“ sínum, að klerkar séu í seiniii tíð orðnir helzt til hljóðir menn op hlédrægir, er láti lítt til sín taka á opinberum vettvangi þau kirkjulegu dagskrármál, er ofarlega séu á haugi og afstöðu þurfi til að taka á hverjum tíma. Hér liefur ritstjórinn vissulega nokkuð til síns máls, — þannig mundi Kirkjuritið t. d. tvímælalaust verða áhrifameira málgagn, ef það yrði ahnennari vettvangur kirkjunnar maiina, lærðra og leikra, en nú er En Kirkjuritið getur ekki vænzt þess, að fá mikið af aðsend- lun greinum, ef það setur þær á svo smáu letri, að naumast er læsilegt, nema með stækkunargleri, en þeirri meðferð sætti ég t. d. er ég fvrir fáum árum hafði sent ritinu nokkrar smá- greinar, — og tók ég það sem vísbendingu um það, að ekki væri óskað eftir frekari skrifum frá mér. Ég tel þó, að ég hafi nú þegar tekið nægilegt tillit til þess- arar vísbendingar og festi hér á blað fáein sundurlaus hrot úr hugsunum mínum að aflokinni síðustu prestastefnu: Veitirifí prestsembœtta Eitt þeirra mála, sem á synodunni voru rædd, var veiting prestakalla og liugsanlegar breytingar á lögum þar að lútandi. ^íðasta Kirkjuþing fjallaði einnig um þetta mál og hefur sent tillögur sínar sóknarnefndum og prestum og er ætlunin, að þær verði ræddar almennt á héraðsfundum á hausti komanda af klerkum og leikmönnum. Þar er þó um tiltölulega þrögan hring að ræða, og mér fvndist rnjög æskilegt, að um það yrði fjallað og á það liorft

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.