Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 365 hjarta, verður það, sem illt er og 1 jótt, að rýma þaðan fyrr eða síðar“. — Það er þetta, sem ég vildi að lokum leggja áherzlu á. Það er kirkjunnar mikla hlutverk að gefa öllum lýðum, sem feg- ursta mynd af Kristi og greiða áhrifum lians og andrúmslofti veg að hjörtum mannanna. — Reisum ekki neinar kenninga- girðingar í kringum hann. Leyfum lionum sjálfum að tala við mennina. Undirbúum sem bezt má verða stefnumót hans og hverrar einstakrar mannssálar, sem þarf á lionum að lialda, en þrengjum ekki oss sjálfum inn á slíka einkafundi. — Oss er óliætt að treysta því, að ef myndin af Kristi er nógu fögur og fær þar af leiðandi það óðal, sem lienni ber í sálum mann- anna, þá munu ljótu myndirnar liverfa smátt og smátt, ein af annarri, eins og einhver ósýnileg liönd hafi fjarlægt þær, unz eftir verða aðeins þær myndir, sem þola nálægð Kristsmynd- arinnar og allt er orðið ein samræmd heild. -— Ég óska liinni íslenzku kirkju alls góðs farnaðar og að henni megi takast að hjálpa sem flestum, er orðið liafa „viðskila við sál sína“ á einhvern svipaðan hátt og María Magdalena, til þess að finna liana aftur. — Gretar Fells. Ath.: hess skal getiá, að ritstj. er ekki sammála KristsskilninRÍ höfundar, eins oj! hann lýsir honum í upphafi erindisins. I’að lá við uppþoti í enska þinginu. Það var ekki nóg nieð að cinn íhuldsmanna, þingmaðurinn í Ilalifax hefði sagt um stjórn McMillans að „hún snerist sitt á hvað', og hefði ekki hugniynd um þjóðveginn“, heldur 'ar þetta sonur sjálfs forsætisráðherrans, Mauriee MaeMillan. En þegar forsætisráðherrann svaraði þessu næsta dag, tóku allir aftur gleði sína. Því að hann lýsti því yfir að „liáttvirtur þingmaður Halifax- kjiirdæmis væri hæði skynsamur og sjálfstæður. En hvernig hann hefur öðlazt það, er ekki mitt að segja“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.