Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 12
346 KIRKJURITIÐ Sú kirkja, sem telur, að slíkir menn rúmist ekki innan veggja sinna, getur naumast með' réttu kennt sig við nafn lians, sem var vinur tollheimtumanna og svndara. Hvergi kemur þessi afstaða Jesú jafn ljóst og einfalt fram eins og í kvöldmáltíðarsakramentinu. Boðun þess er auðskilin liinum minnsta smæhngja. Ekkert er augljósara en að mér og þér er leyfilegt að rétta syndaranum höndina og segja: Komdu, við skulum háðir krjúpa Kristi, sem er húsbóndinn í þessu kvöldboði og fela lionum alla okkar erfiðleika. Þessi skilningur liefur leitt „krossher kirkjunnar“ til sakra- menntisþjónustu við hina aumustu, og gert liann þannig tákn þess, hve víðfeöm kirkjan er, bæði í mannlegri, þjóðfélags- legri og siðferðilegri merkingu. Um starfsemina í Nikulásarkirkjunni í Kaupmannaliöfn er jiað að segja, að hún er á vegum kirkjunnar almennt, j)ótt „Krossher kirkjunnar“ veiti lienni forstöðu. Frá })ví kl. 9 að morgni til kl. 3 að nóttu (kl. 1 e.h.—3 að nóttu á sunnu- og helgidögum) er a. m. k. einn prestur og einn leikmaður á verði í kirkjunni. Veita J)eir hverjum j)eim manni áheyrn, sem })ess kann að óska. Allir eru bundnir J)agnarheiti, Iivorki færð dagbók né nafna- skrá. Gestirnir J)urfa ekki einu sinni að nafngreina sig, frekar en J)eir vilja. Hér er livorki gengið á fund J)essa og J)essa for- stjóra, prests eða læknis í raun og veru, lieldur aðeins um fund tveggja manna að ræða um ákveðið áhugamál. Þetta er heldur ekkert grímuklætt trúboð, en þjónusta, sem sannast skýrast af því, að það er gesturinn, senx ákveður viðræðuefnið. Vér eigum að bæta úr þörfum hans, en alls ekki til þess ætlast að liann sæti neinum áróðri af vorri lxendi. Enda getum vér aöeins á J)ann hátt leitast við að vera náunga vorum að sem fyllstu liði. Sálusorgun má aldrei liverfa úr kirkjunni. Annars getum vér engum hjálpað í raunverulegum nauðum. Hver safnaðarmeð- limur á líka kröfu á því að kirkjan liafi á lionum gætur og rétti lionum hjálparliönd, J)egar honum ríður mest á. Ann- ars verðum vér aðeins „Varajátningakirkja“, sem er einskis virði. Um það hil 120 prestar í Kaupmannahafnarsöfnuðunum og 3—500 leikmenn — úr hópi verkamanna til prófessora — ljá

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.