Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 371 öllum yfirboðnum undan skaltu slá. Öllum yfirboðnum áttu að sýna dyggð forðastu að gjöra fáráðum styggð. Forðastu að gjöra fáráðum mein, iðkaðu Guðs orð svo elskan sé hrein. Iðkaðu Guðs orð af alhug og list, föðurnum þakka fyrir Jesúm Krist. Föðurnum þakka fyrir allt gott þér tjáð, bænrækinn vertu, og biddu Guð um náð. Bæn skaltu með ganga bæði út og inn kirkjuna elska og kenniföður þinn. í kirkjunni lærðu kristninnar sið, blessun Guðs orða, sem boða þér frið. Blessun Guðs anda bæti þitt geð og blessun Guðs rikis er fátækum léð. Til allra mannkosta eflingin góð fylgi þér í dauðanum fyrir Jesúm blóð. Fylgi þér í dauðanum frelsarinn þinn, flytji hann þig fagnandi í fjárhópinn sinn. Flytji hann þig fagnandi í friðarins rann, blessi hann þig betur en biðja ég kann. Blessi hann þig betur, barnfuglinn minn, til aðgæzlu sendi þér engilinn sinn. Aðgæzlan Drottins umfaðmi þig greið veiti hann þér værðina og verndi þig frá neyð. Veiti hann þér værðina og veki þig með ró, andlega spekin með aldrinum bjó. Andlega speki þú öðlist og frið, farsældar óskin min festist þig við. Farsældar óskunum falin sértu nú, undir sigurmerki Drottins sofna þú. Undir sigurmerki Drottins svæfi eg þig vært, iðkaðu mín heilræði elsku barnið kært. Iðkið þið mín heilræði eldri menn og fljóð, þyljið yfir Þórði þessi vögguljóð, Þyljið yfir barninu, þá það sofna skal Hjálpi oss Guð og hýsi í himna dýrðarsal. (Eftir sögn gamallar konu Jensínu Snorradóttur á Tannastöðum í Árnessýslu).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.