Kirkjuritið - 01.10.1961, Side 23

Kirkjuritið - 01.10.1961, Side 23
KIRKJURITIÐ 357 nýtingu þeirra starfskrafta, sem Iiún ræður yfir, liljóta nú- gildandi lög um þetta efni því að teljast óliæf með öllu, en þar við bætist og sú staðreynd, að þau beinlínis draga iír niöguleikum kirkjunnar á að fá liæfa starfsmenn. Þess eru mörg dæmi, að ágætir, ærukærir guðfræðingar hafi valið sér önnur störf en prestsskap, m. a. af þeirri ástæðu, að þeir veigr- uðu sér við að leggja sig í það argaþras, sem prestskosningum einatt fylgir, þar sem líka núgildandi lög gerðu þeim stundum ókleift að fá nokkru sinni embætti við sitt hæfi. Ég skal ekki ræða hér í einstökum atriðum frumvarp það, er biskup nú hefur samið og Kirkjuþing fjallað um, en ]»ótt sjálfsagt megi ýmislegt að því finna, þá er það tvímælalaust spor í rétta átt, að meginatriði J)ess er það, að í stað almennra kosninga í söfnuðunnm komi kjörmenn, er ásamt viðkomandi prófasti og biskupi velji prestakallinu jirest, — og það er efa- laust, að þessir aðilar hafa til þess margfakllega miklu betri forsendur heldur en allur almenningur, sem oft hefur alls engin kvnni af umsækjendum önnur en þau að hafa e. t. v. hevrt þá syngja eina eða tvær messur. Hins vegar vil ég taka það fram, 'að mér virðist frumvarj) biskuj)s ekki liafa batnað í meðförum Kirkjuþinga, t. d. er 6. gr. í ályktunum þess að mínum dómi næsta óraunhæf og til þess eins að hindra framgang málsins og gera það tor- trysigilegt í augum ahnennings. Biskuj) á vissulega þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt í þessu máli og skvnsamlegar tillögur, og ef ég mætti gagnrýna hann í þessu sambandi, þá væri það fyrir það, að mér virðist hann hér naumast hafa fvlgt máli sínu nógu fast eftir. Eigi að koma góðu máli fram, dugir ekki að slá úr og í. Kirkjuorganleikararnir Ég læt þá útrætt um prestskosningarnar, en vil aðeins víkja að öðru máli, sem einnig bar á góma á síðustu j)restastefnu og var jafnframt um fjallað á síðasta Kirkjuþingi. Á ég ])ar við söngmál safnaðanna og þá einkum þann vanda, sem söfn- uðurnir út um land eiga víða við að stríða vegna skorts á hæf- um organistum. Tekjur fámennra safnaða eru ekki meiri en svo, að það

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.