Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 367 hinar búðirnar að Görðuni í Alftanesi og var þar um að ræða samvinnu milli kirkjudeilda í Ameríku og íslenzku kirkjunnar. Unnið var að endurreisn hinnar fornu Garðakirkju og voru vinnubúðaleiðtogar þeir Rev. Joe Bass og sr. Bragi Friðriks- son. Var þar mikið unnið og afköst góð. Fyrstu umræður um skozk-íslenzkar vinnubúðir fóru fram s.l. sumar, er Skotar voru gestgjafar íslenzka liópsins, sem tók þátt í æskulýðsþingi Alkirkjuráðs í Lausanne í Sviss í fyrra. En um það leyti var formaður vinnubúðanefndar, dr. Þórir Kr. Þórðarson, einnig í Skotlandi, og var liann mjög meðmælt- ur slíkum samskiptum, sem vonandi eiga eftir að aukast í framtíðinni. S. 1. haust var svo æskulýðsfulltrúi á ferðalagi um Vestfirði og átti þá m. a. tal við sóknarprest og skólastjóra að Núpi í Dýrafirði, þá séra Stefán Lárusson og Arngrím Jóns- son, og stakk upp á því við þá að liafa vinnuflokk þar að sumri. Var það rætt heima í héraði og við vinnubúðanefnd þjóðkirkjunnar og tillagan samþykkt af öllum aðilum. Var þarna stigið merkilegt skref, þar sem þessar vinnubúðir voru um tvennt frábrugðnar þeim búðum, sem hér hafa áður verið lialdnar. 1 fyrsta lagi er hér — eins og á Görðum — um samskipti tveggja landa að ræða, en ekki starfað með stuðn- itigi æskulýðsdeildar Alkirkjuráðs eins og áður hafði verið gert. Var Alkirkjuráði þó skýrt frá undirbúningi öllum og tillögum og þáð lijá þeim ýmis hjálpargögn og leiðbeiningar. Og í öðru lagi skyldu þessar vinnubúðir ekki aðeins starfa að byggingu kirkju eða endurreisn kirkju, beldur að viðlialdi og fegrun skólastaðar. Fer enda vel á því, að vinnubúðastarf- seminni sé beint í áttina að ýmsum þörfum viðfangsefnum auk aðstoðarinnar við sjálf kirkjuhúsin. Og á Núpi var ekki aöeins hirkjan máluð að utan auk prestssetursins, heldur einnig heima- vistir, skólastjóraíbúðir, skólabyggingin sjálf, elzta skólahúsið, sundlaugin og leikfimissalurinn. Þá var girt fyrir skógrækt í hrekkunni fyrir ofan staðinn og lireinsað og rakað í kring. Vinnubúðaleiðtogar voru þeir Ronald E. Beasley og undir- ritaður. Voru þetta liinar verklegu framkvæmdir. En þær eru þó ekki nema ein Iilið vinnubúðanna, þó að oftast beri einna mest á þeim. Hinar hliðarnar snúa m. a. út á við að fólkinu, sem hynnist vinnubúðunum, ]).e.a.s söfnuðinum og inn á við, að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.