Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 20
354 KIRKJURITIÐ „Eitt var, sem ég kunni illa við, og það var, að ekkert var lesið eða sungið, þegar lagt var út, eins og siður var á Norður- landi. Ég liafði orð á þessu við yfirmennina, en þeir sögðu, að liver gæti beðið fyrir sér sjálfur með sjálfum sér. Ég vissi, að þetta var satt, en ég kunni betur við, að það væri liaft eins og ég bafði vanizt og var líka ábrifameira. Ég var óánægður með þetta, en mátti bafa það“. Hér segir svo frá því er Sigurður varð við þrábeiðni Péturs biskups Péturssonar og bætti á sig tveim bögglum til burðar norður í land að vetrarlagi, þótt ofblaðinn væri áður. „Hann sagði, að þetta væri dýrindis tau“. Ég segi: „Ef þér viljið bætta á að senda þetta með mér, þá lield ég, að ég verði að reyna að taka það“, og varð liann mjög glaður og spyr mig, livað ég vilji bafa fyrir það. En ég segi, að hann viti, bvað póstur taki. Kemur bann nú með ríkisdal og segist gefa mér, fyrir þrjú bréf og sendingarnar, og var það mikið meira en póstur tók. Ég þakka lionum fyrir borgunina, en hann þakkar mér fyrir, að ég gerði þetta. Svo var komið með kaffi tneð brauði, og þegar ég er búinn að drekka, þakka ég lionum fyrir og kveð Eirík Briem, sem var þar inni, en biskup fór út með mér og bélt þar yfir mér lijartnæma og nokkuð langa ræðu, og bað Guð að leiða mig og blessa í þessari ferð og alla mína ævi og vera ætíð minn leiðtogi og verndari á allri minni ófarinni lífsleið og taka mig svo til sín, þegar lionum þóknaðist. Ég var óumræðilega glaður af þessu, og fannst ég liefði verið ánægður, þó liann liefði ekki borgað mér neitt fyrir það, sem ég gerði fyrir bann. Ræða hans var ekki munnflapur, það beyrði ég, því að hann var mjög brærður, og líka var ég brærður og kvaddi liann með alúðarþakklæti fyrir þessa blessun, sem bann lagði yfir mig“. Gunnar Árnason■ Maihir fer heimsendanna á milli í leit aiV því, sem liann þarfnast, hverfur heini aftur til aiV finna það. — George Moore.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.