Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 16
KIRKJURITIÐ 350 samfélag um trú og starf. Ábyrgur maður finnur, að slíkt einka- mál getur trú hans ekki verið. Ábyrgir menn, ábvrgir gagnvart samtíð sinni og kynslóðinni, sem landið á að erfa, standa nú andspænis mikilli alvöru. Að utan ógnar kristninni voldugasti andstæðingurinn, sem liún hefur átt. Að innan ógnar lienni tómlæti og afskiptaleysi manna, sem ættu að veita heimi virkan stuðning vegna þess að þeir sjá, bvert stefnir. Viðreisnarstarfið, sem liefja þarf, er ekkert sérmál prestanna. Það er málefni allra, sem liættuna sjá og vilja vera ábyrgir menn“. Ljóst er, að í báðum þessum greinum er lagður mikill um- ræðugrundvöllur. Sannleikurinn líka sá, að það sem hér ræðir um, er ekki neitt íslenzkt fyrirbæri, heldur mikið áhyggjuefni í öllum kristnum löndum. Víðast hvar er það brotið miklu meira til mergjar en bér — og einkum leitað leiða til endur- nýjungar kristnilífinu. Mönnum verður að skiljast betur en þeim er nú ljóst, að lífsskoðanir og lífsbreytni, sem þeim eru þrátt fyrir allt hugfólgnar, eru í bættu. Og livað sem segja má með réttu um deyfð og dugleysi vor prestanna, baggar það ekki þeirri staðreynd, að Iiér veltur meira á viðhorfi og við- brögðum almennings, bárra og lágra. Alvarlegasta breytingin, sem orðið hefur er þessi: Fyrir fáum áratugum töldu menn almennt nð sér vœri skyh að viðhalda kristindóminum í land- inu eftir mætti. Þess vegna vöktu þeir vfir kristilegri upp- fræðslu unglinganna frá blautu barnsbeini. Og sóttu sjálfir meira og minna kirkju af skyldurækni. Nú er af flestum látið reka á reiðanum í báðum þessum efnum. Það er fvrst og fremst af hugsunarleysi. Því er ekki aðeins þörf á að umræður þessar falli ekki niður, heldur taki lærðir og leikir enn betur liöndum saman um vaxandi safnaðarstarf- semi. Og þrátt fvrir allt má ekki gleyma því að þar gerist margt nýtt og gleðilegt um land allt. Mikilsver'8 frarn kvœm d Fyrir atbeina fyrrv. beilbrigðismálaráðberra Bjarna Bene- diktssonar, forráðamanna Bláa bandsins, o. fI., hefur vistheim- ili drykkjusjúkra rnanna í Gunnarsbolti verið endurbyggt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.