Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 36
Nú í nafni Jesú til náðar um sinn legg ég þig í vögguna vesalingur minn. Legg ég þig í vögguna, værð gefi þér huggarinn hæstur, sem himneskur er. Huggarinn hæstur hjálpræði þér vann, lofaður sé Drottinn, sem lét þig fæðast mann. Lofaður sé Drottinn, sem leið fyrir þig pín, friðinn þér veitti í faðminum sín, Friðinn þér veitti hans forþénustan klár, heilagan anda og himneska náð. Heilagan anda, sem þig hreinsa vel kann, mitt í skírninni meðtókstu hann. Mitt í skírninni hans minningin rís þvi skaltu honum þóknast og þjóna með prís, Því skaltu honum þóknast, þá þú skilning fær hlýða hans boðorðum og hafa þau kær. Hlýðnin er upphaf til heillanna títt, því skaltu varast þrályndið strítt. Því skaltu varast þrályndi og móð, blót og bakmælgi barnkindin góð, Blót og bakmælgi bönnuð er þér, hlýddu þínum foreldrum i hverju sem ber. Hlýddu þínum foreldrum og heiðraðu þá,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.