Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 3g3 tveimur orðum, og rödd vindsius og trjánna. Og þegar hann sagði þau við mig, þá talaði lífið við dauðann. Því að gættu þess, vinur minn, að ég var dauð. Ég var kona, sem hafði sagt skilið við sál sína. Ég var orðin viðskila við það sjálf, sem þið sjáið nú. Ég tilheyrði öðrum mönnum og engum. Ég var kölluð vændiskona og kona, haldin sjö illum öndum. Mér var bölvað og ég var öfunduð. En þegar afturelding augna hans skein inn í augu mín, þá fölnuðu allar stjörnur nætur minnar, og ég varð Miriam, að- eins Miriam, kona, sem var glötuð þeirri jörð, er liún liafði þekkt, og uppgötvaði sjálfa sig í nýju umhverfi. Og nú sagði ég aftur við hann: „Kom inn í hús mitt og neyttu með mér brauðs og víns“. Og liann sagði: „Hvers vegna vilt þú, að ég sé gestur þinn?“ Og ég sagði: „Ég bið þig að koma inn í hús mitt“. Og allt, sem var jörð í mér, og allt, sem var himinn í mér, kallaði á hann. Þá leit hann á mig, og hádegið í auguni hans hvíldi á mér, og liann sagði: „Þú átt marga elskhuga, og þó er það ég einn, sein elska þig. Aðrir menn elska sjálfa sig í návist þinni. Ég elska þig í sjálfri þér. Aðrir menn sjá í þér fegurð, sem mun fölna áður en lífi þeirra lýkur. En ég sé í þér fegurð, sem mun ekki fölna, og á liausti ævi þinnar mun sú fegurð ekki þurfa að óttast að horfa á sjálfa sig í spegli, og liún mun ekki verða fyrir vonbrigðum“. „Ég einn elska hið ósýnilega í þér“. Því næst sagði liann lágri röddu: „Hverf nú brott. Ef þú átt þetta cyprustré og vilt ekki, að eg sitji í skugga þess, skal ég fara“. Og ég grátbændi liann og sagði: „Meistari, kom inn í hús mitt. Ég hef reykelsi til að brenna fyrir þér og silfurskál lianda fótum þínum. Þú ert ókunnur maður og þó ekki ókunnur. Ég sárbæni þig, kom inn til mín“. Þá stóð liann upp og horfði á mig eins og ég hygg að árs- tíðirnar horfði á akurinn, og hann brosti. Og hann sagði aftur: „Allir menn elska þig vegna sjálfra sín. Ég elska þig vegna þín sjálfrar“. Og svo gekk hann burt. En enginn annar maður fór nokkru sinni þá leið, sem Iiann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.