Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 379 Samkvæmt tillögu varaformanns, var samþykkt í cinu liljóöi að senila nefndri frú Birkis eftirfarandi símskeyti: „FuIItrúar á aðalfundi Kirkjukórasambands Islands 1961 þakka yður vinarkveðju og senda yður hugheilar hlessunaróskir". Loks bað varaformaður fundarmenn að kjósa fundarstjóra og samkvæmt tillögu lians var í einu hljóði kosinn sem fundarstjóri sr. Magnús Guð- mundsson prestur í Ólafsvík. Skrifarar voru tilnefndir þeir sr. Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi og Jón Þ. Björnsson, Patreksfirði.. Var þá gengið til dagskrár og tekið fyrir: 1. Mættir fulltrúar höfðu ekki ýmsir kjörbréf meðferðis, en samþykkt var í cinu hljóði að taka eftirfarandi menn sem fullgilda fulltrúa á fundinum: Frú Anna Eiríksdóttir, Selfossi og Einar Sigurðsson s. st., bæði fyrir kirkjukórasamband Arnesprófastsdæmis. Gísli Jónsson, Arnarholti, fyrir Kirkjukórasamband Kjósarsýslu. Finnur Árnason fyrir Kirkjukórasamband Borgarfjarðarprófastsdæmis. Sr. Magnús Guðnmndsson, Ólafsvík, fyrir Kirkjukórasamband Snæfellnessprófastsdæmis. Jón Þ. Björnsson, Patreks- firði, fyrir Kirkjukórasamhand Vestfjarða. Sr. Þorst. B. Gíslason, Stein- nesi, fyrir Kirkjukórasaniband Húnavatnsprófastsdæmis. Sr. Benjamín Kristjánsson, Langalandi, fyrir Samband Eyjafjarðarprófastsdæmis. Sr. Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum og sr. Jakoh Einarsson fyrir Kirkjukóra- samband Austfjarða. Frú Sigríður Ólafsdótlir fyrir Samband Vestur- Skaftafellssýslu. Frú Hanna Karlsdóttir, Holti, fyrir Samband Rangárvalla- prófastsdæmis. Þorsteinn Árnason og Magnús Pálsson fyrir Samband Gull- bringusýslu. Hálfdán Helgason fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi. — Auk þessara fulltrúa voru mættir: Dr. Róbert A. Ottósson sönmálasljóri. Dr. Páll ísólfsson varaformaður. Jón ísleifsson stjórnarnefndarm. og sr. Jón Þorvarðsson stjórnarnefndarm. 2. Gjaldkeri sambandsins, sr. Jón Þorvarðsson, lagði fram reikning sambandsins fyrir árið 1960 og hafði hann verið endurskoðaður og engar athugasemdir verið gerðar. Skýrði gjaldkeri ýmsa liði reikningsins eftir þvi sem þurfa þótti. Niðurstöðutölur reikningsins tekju- og gjaldamegin 'oru kr. 59. 755,23. Var reikningurinn samþykktur í einu hljóði. Þá gaf gjaldkeri reikningsyfirlit yfir tekjur og gjöld sambandsins frá L janúar til 19. júní 1961. — Loks lagði hann fram fjárliagsáætlun sam- bandsins fyrir allt yfirstandandi ár og var hún samþykkt í einu hljóði. Niðurstöðutölur áætlunarinnar voru bæði tekju- og gjaldamegin kr. 06.972,93. — Fundarstjóri þakkaði gjaldkera ágætt starf og glöggar skýrslur. Vegna anna varð gjaldkeri því næst að bverfa af fundinum. 3. Upplestur fundargerðar. — Ritari stjórnarinnar Jón Isleifsson, org- anleikari, las upp fundargerð síðasta aðalfundar. Voru engar athugasemdir gerðar við hana og var hún samþykkt í einu hljóði umræðulaust. 4. Þá flutti ritari sambandsins, Jón Isleifsson organleikari, sem gegnt l'efur, siðustu mánuðina, störfum sönmálastjóra, mjög ýtarlega og glögga skýrslu um störf sambandsins og söngkennsluna á vegum þess, meðal binna ýmsu kirkjukóra úti um land á s.l. ári. Einnig rakti hann nokkuð störf Kirkjukórasambands Islands síðastliðin 10 ár, eða þann tíma, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.