Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 351 Undirbúningur að starfrækslu þess var liafinn 1954. Yoru þá keypt þarna tvö bús af sandgræðslu ríkisins. Hófst síðan rekstur í smáum siíl, enda á tilraunastigi. Nú er búið að verja 4 millj. og 200 þúsundum króna til byggingarframkvæmda, enda íbúðir vistlegar og góð starfsskilyrði. Rúm er fyrir 40 vistmenn. 300 liafa innritast á undanförnum árum. Dvalartími 3—6 mánuðir. Dómsmálaráðberra lýsti þeirri von sinni við „endurvígsluna“, að senn yrði unnt að endurskoða löggjöfina um drykkjusjúka menn í ljósi nýrrar þekkingar, sem fengist befði á síðustu árum. „Guðmundur Jóbannsson forstjóri Bláa bandsins þakkaði fyrir liönd sjúklinga, er dvalizt liöfðu á þessu liæli, en bann hefur ásamt Vilbjálmi Heiðdal liaft stöðugt samstarf við stjórnendur bælisins, flutt þangað sjúka menn og liðsinnt þeim á ýmsan hátt. Hann kvað á seinni árum skilning ráða- manna vera mjög lofsverðan. Hann kvað margar hendur liafa komið til bjálpar þeim mönnum, er þjáðst befðu af sjúkdómi ofdrykkjunnar. Kvað bann ólíku saman að jafna nú, er þessir menn væru teknir á bæli og í læknishendur í stað þess að vera settir í kistuvagninn og lokaðir inni í fangahúsum eins og áður var“. Viðgangur þessara og annarra líknar og mannúðarmála er mjög gleðilegur og á alls staðar að sjálfsögðu að mæta vel- vilja og stuðningi presta og annarra kirkjunnar manna. Táknmynd — efia hvafí? Nokkur annar andi birtist óneitanlega í Jiessari klausu, sem tekin er úr Vísi 5. 9. þ. á.: „Engin hækkun á áfengi. Ótti mikill liefur gripið um sig meðal landsmanna vegna þess að lausafregnir Iiafa bermt að áfengi mundi bækka á næst- unni. Hefur Jiað ýtt undir söguna, að tóbaksvörur bækkuðu um 4% að meðaltali rétt fyrir síðustu helgi, og béldu margir að nú mundi áfengið koma á eftir. Vísir átti í morgun stutt viðtal við forráðamenn Á.T.R., og fékk |>ær ánægjulegu fregnir, að ]>eir befðu ekkert lieyrt um slíka hækkun, og má J)ví búast við óbreyttu verði á næstunni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.