Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 349 uns grein í Morgunblaðið 27. ágúst, sem liann nefnir: Af- kristnun. Fer meginmál liennar liér á eftir: „1 óhugnanlegum mæli hnígur aldan á Vesturlöndum frá kristnum lífsviðhorfum til heiðinnar lífsskoðunar og hyggju. Tengslin við kristna trú eru hvert af öðru rofin. Hvað veldur? Ein orsökin er sjálfsagt sú, að í túlkun vorri er kristindóm- urinn orðinn viðskila daglegu lífi fólksins. Kristur ætlaði ekki kenningu sinni Jiau örlög, að lnin yrði fjötruð í dogmur og lífsfjarlægar kennisetningar og lokuð inni í vígðum helgidóm- um. Allur lieinmr átti að verða vettvangur fyrir kenningu hans, stjórnmálin, viðskiptalífið, atvinnumálin, öll samskipti ein- staklinga og þjóða, — lífið allt en ekki einhver afmarkaður skiki mannlífsins sem kallaður væri trúmál og kirkja. Að afkristnun nútímans samverkar einnig skipting krist- inna manna í ótal trúflokka, sértrúarsöfnuði og kirkjur. Ekki svo, að um kenninguna skipti engu máli. Ég lít svo á, að krist- indómstúlkun Hallesbys sé ískyggileg og útskúfunarkenning og helvítispredikanir stórskaðlegt fyrirhæri. Ég lít svo á, að skuggalegur trúarskilningur, sem skapar skuggalega menn eins og trúvillingadómstjórann spánska, Torquemada, og aðra sh'ka, sé ógæfa, en trúarskilningur, sem skapar menn eins og lieilagan Frans, sé gæfan mesta, sem manni getur lilotnast. Þess vegna eru átök uin trúarskilning og kenningar nauðsynleg. En frá einangr- un sértrúarflokkanna og þröngsýnni kreddufestu og til víð- sýnnar og vitrænnar afstöðu verður að leiða kristindóminn eigi ekki verr að fara en orðið er. Þó er annað miklu skaðsamlegra. Það er hið góðlátlega af- skiptaleysi þeirra, sem í orði kveðnu liarma afkristunina. Trúin er einkamál mannsins. Já. En í þeim skilningi aðeins að persónulegur kristindómur er fólginn í samfélagi einstakl- ingsins við Guð sinji og skapara. Á þessa leyndu guðsumgengni einstaklingsins, sem einkamál hans, lagði Kristur hina mestu áherzlu. I henni liggja rætur trúarlífsins. En hafi tréð rætur, hlýtur það að bera greinar og blöð. Trúin niá ekki vera einkamál þannig, að menn hvísli nafn Guðs í einrúmi aðeins, loki hann inni í afkimum trúarlegra iðkana en neiti samfylgd hans út í lífið, út í samfélagið við aðra menn,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.