Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 48
ERLENDAR F R É T T i R Diakonissestiftelsen í Kaupniunnahöfn, hin merka hjúkrunar- og líknar- stofnun er nú senn aldargöniul. Hún hefur nú fengið nýjan forstöðu- inann, séra Johs. W. Jacobsen. Bera menn til hans góðar vonir. Hins vegar er uggur í mörguiu vegna þess, að þótt verkefnin séu gnæg sem áður, fást æ færri „systur“ til starfa. Fyrir um 20 árum voru þær rétt um 460, en nú aðeins 328 og uf þeim eru aðeins 13 30 ára eða yngri. Krislnir áhugamenn danskir kvarta og um deyfð ístarfsemi KFUM og K þar í landi. Tveir danskir prestar hafa nýlega liaft skipti á prestaköllum sínum með leyfi danska kirkjumálaráðuneytisins og samþykki safnaðarnefndanna, án þess annað kæmi til. Óskaði annar eftir fjölmennara, hinn eftir fámenn- ara prestakalli — og fengu háðir uppfylltar vonir sínar á þennan veg. Þessi aðferð er lieimil samkv. dönskum lögum, en hefur ekki verið notuð í lunga hríð uð minnsta kosti. Lútherska kirkjan í Austnrriki fékk 20. júlí jufnréttis aðstöðu við kaþólsku kirkjuna og önnur kirkjufélög. En siðastliðna öld hefur hún orðið að sætta sig við ýniis konar cftirlit og takmarkanir af hálfu ríkis- valdsins. Hornsteinn nýrrar kirkju í Klaksvík (fjölmennasta kaupstaðar Fær- eyju), var lagður í suniar, að viðstöddum forsætis- og kirkjumálaráðherrum Dana. 1 skjalinu, sem múrað var að haki steinsins, stóð m. a.: — Grundarsteinurinn til Christianskirkjuna í Klaksvík varð lagdur í árinum 1961, hósdagin 27. júlí á 15. Stjórnarári Friðriks kongs IX. Betri hon lívdi enn gamalt grót, Kirkjan á nesi og tanga, Syndarum veitti hon sálarbót, Gívrum og huldum hon vardi ímót, Verjir enn móti tí ranga. 10. alkirkjumót mefiódista var haldið í Osló í s. 1. ágústmánuði. Slik þing liafa ekki áður verið haldin utan hins „ensku heims“. Gert var ráð fyrir að um 1500 fulltrúar frá 70 þjóðlöndum kæmu til þessa fundar. Skoóanakönnun, sem ldaðið „Hemmets Van“ efndi til í Svíþjóð, leidili í ljós að 82% töldu menn hetur komna, ef þeir nytu stuðnings trúarinnar heldur en ef þeir væru án hennar. 9% kváðu hann ekki skifta neinu máli- Aðeins 1% hélt því fram að hezt væri að vera með öllu laus við öll trúarbrögð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.