Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 11
Merk starfsemi Kirkjuritið liefur áður vikið að slarfi séra Haldors Hald, framkvæmdastjóra „Kirkens Korsliær“ í Kaupmannahöfn. Þessi merki prestur kom liér við fyrir nokkru á leið sinni vestur um haf, þar sem hann hyggst hafa nokkra námsdvöl. Hann virtist hverjum manni vel, sem hitti liann, látlaus og vingjarn- legur með afbrigðum, lilýr og hispurslaus í viðtali. Sunnudagskvöldið 17. september hélt liann merkt erindi í Hallgrímskirkju og fer stuttur útdráttur úr því hér á eftir, gerður af séra II. H. sjálfum. Megin efnið var lýsing á afstöðu syndara og tollheimtu- nianna til liins kristna boðskapar. „Kirkens Korshær“ er ein- mitt eitt af tækjum hinnar dönsku þjóðkirkju til að nálgast þá, sem allt er komið í brot fyrir. Það hefur það í för með sér, að „krosslierinn“ verður að herja á lokað samfélag, sem að mörgu leyti er í heinni andstöðu við almennt mannlíf, og einnig er alveg sérstaklega andstætt öllum kirkjunnar mönnum. Það er útilokað að miðla mönnum fagnaðarerindinu sem náðargjöf hins meiri liáttar til handa smælingjanum. Menn verða að tileinka sér það sameiginlega á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna verður maður fyrst að tengjast samfélagi við þann, sem maður ætlar að liafa kristileg áhrif á. Samfélag utanveltumanna er mótað af drykkjusvalli, ólifn- aði, eiturlyfjanotkun og gleæpaverkum. Útlögunum finnst þeir sjálfir ofurseldir grimmilegum örlögum, og óneitanlega virð- ast þeir á valdi illra anda, sem lirekja þá þvert á móti vilja þeirra og skynsemi fram af liömrum og baka þeim sjálfseyð- ittgu og ótímabæran dauödaga. I þessum sporum lærist mönn- uni að biðja, og því hittir maður í hópi þeirra marga bæn- rækna menn og marga, sem trúa, þrátt fyrir sína eigin og ann- nrra fordæmingu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.