Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 5

Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 5
KIRKJURITIO 243 kommúnismi, fasismi og kapítalismi næg víti til varnaðar. Og fáir mundu telja barni sínu borgið eingöngu vegna þess, að það væri þrælbundið hlýðni við einhverja slíka stefnu. Og þegar þar við bætist öll tækniþróun og iðnbylting með veröld tunglferða og atomorku í framsýn, þá er þjóðfélags- höllin og gerð hennar öll gjörbreytt við hið einfalda og óbrotna form liðinna alda. Ja, það má næstum segja með árgala og spámanni þessa aldarfars hins nýja tíma, Þorst. Erlingssyni: „GuS og menn og allt er orSiS breytt og ólíkt því, sem var í jyrri daga“. Ráð Lúthers um skilyrðislausa hlýðni er gott og gilt í eðli sínu, en þarf samt að taka til rækilegrar íhugunar. Það er líkt með það og penicilinið. Það dugði við öllu fyrst, en svo varð það einskis virði, þar til hægt var að bæta það og breyta því samkvæmt kröfum tímans, áunnum eiginleikum hinna ósýnilegu fénda. Þessa staðreynd viðvíkjandi algjörri hlýðni við foreldra og yfirboðara viðurkennum við öll í aðalatriðum. Þá kröfu þýðir ekki að gjöra lengur skilyrðislaust. Mannveran leitast við að verða sjálfstæð og eignast myndugleika gagnvart sögulegum erfðum og kennisetningum. Þetta er eðlislæg þróun, sem verð- Ur ekki kveðin niður með hlýðniskröfum, hvorki kirkjulegs valds eða veraldlegra yfirráða. Krafa nútímamanns til eigin uiyndugleika verður því álíka hindrun gegn hlýðnisliugsjón Lúthers eins og heimsmynd nútímamanns gagnvart lieimsmynd fornaldar. Ósættanlegt að flestu leyti. Þessi þróun leiðir til þess, að æskulýðnum ber einnig réttur myndugleika. Unga fólkið á ekki bara að þegja og hlýða nieð virðingu og án hugsunar hverju því, sem boðið er eða œtlazt til. Æskan hefur rétt til gagnrýni, og getur jafnframt gengið sínar eigin götur. Æskan sýnir alltaf öðrum þræði framþróun sögunnar, og þokar til hliðar stirðnuðum og dauðum lífsformum og skoð- unum. f*að mætti því segja, að krafa tímans sé ekki einungis: — ^Heiðra föður þinn og móður‘.‘, heldur einnig nýtt og strangt hoðorð á þessa leið: „Heiðrið æskulýðinn“. Og þessu boðorði Lefur einmitt nú þegar verið fylgt víða og ekki sízt hér á Is-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.