Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 11
KIRKJURITIO
249
persónuleikinn einhvern veginn fjarri eða fjarlægður, brosið
án innri birtu. Eða var þetta kannske missýning? Eða er það
útstreyini þeirra álirifa, sem tvær heimsstyrjaldir bafa mótað
í sál og svip þessarar eftirstríðsæsku, sem hefur alizt upp við
batursfullan áróður og flokkadrátt kalda stríðsins og ógnir
hins komanda undir bimni eldflauga, tunglskota og atomvopna.
Engin æska befur alizt upp fyrri við slíkar ógnanir með svo
biturt sverð ósýnilegt, en þó vissu þess að það liangir yfir liöfði
við livert fótmál. Við liöfum gefið þessu veslings unga fólki
lieim fullan af allsnægtum hér á Veslurlöndum, en þó líkt
og veizluborð, sem um getur í Biblíunni, þar sem ósýnileg
bönd skrifar mene tekel á vegginn. Og enginn veit, livar bann
danzar næstu jól, með þessar dulrúnir fvrir augum.
Og við hér höfum leyft hertækni og drápstækjum nútímans
landnám, kaimske í illri nauðsyn vegna annars verra, en við
böfum þannig skapað nábýli æskunnar, barnanna, sem við
elskum heitar en lífið í eigin brjósti við loga baturs og tor-
tryggni, gefið þeim vopn að leikfangi og að augnaraun viður-
styggð eyðingarinnar standandi á helgum stað, sem þessi vor-
aldarveröld sem eylendan okkar á að vera og verða okkur
öllum. Þetta er liræðilegt blutskipti. Er þá að furða, þótt þetta
fólk sé lítiltrúað eða hafi aldrei eignast draumsýnir sannrar
og eðlilegrar æsku um frið og bræðralag? Hafa ekki einmitt
þessar bugsjónir þokað í skuggann fyrir skelfilegum stað-
reyndum?
En live fátæk er sú æska, sem á ekki drauma, þrátt fyrir
alla aurana í vasanum, sælgæti í munni og skennntikvöld við
glymjandi liávaða tízkutóna og jassorga.
„Æskan skapar œvi manns.
Æskuvorsins draumar
eru verndarenglar hans
og œvikjarastraumar“.
Og ekki er langt síðan einn af mestu æskulýðsleiðtogum
Norðurlanda sagði eitthvað á þessa leið:
„Æskan er tími skáldleikans öllum æviskeiðum fremur. Hún
er tími bugsjónanna. Hún skapar draumsýnir bins komandi,
sem eiga að verða að veruleika og fyllir björtun ljúfri, heitri