Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 13

Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 13
KIRKJURITIÐ 251 Er þá nokkur furða þótt æskulýðurinn eigi bágt með að átta sig, eigi enga drauma, og sannarlega megum við þakka fyrir, að svo er ekki miðað við þær hillingar og blekkingar sem bér er minnst á. Og fátt er óhugnanlegra í fari æskunnar en einmitt sá bugsunarbáttur, sem beygist að )>eim stefnum, sem leitt hafa út í verstu ógöngur á liðnum tíma. Nú erum það við liin eldri, sem sitjum uppi með angurblíðu og sárs- auka í senn yfir draumum æskuvors, sem brugðust á svo margvíslegan bátt og getum sagt með skáldinu: „Nú sit ég í rökkrinu og reyni mig við aS raSa brotunum saman ég sa>ri mig á þeim, cn samt er þaS gaman“. Nei, J)að er sannarlega ekki furða, þótt unga fólkið sé van- trúað, og fullt tortryggni gagnvart andlegum verðmætum eldra fólksins. En um leið verður það líkt og björð, sem engan liirði befur. Og hér skapast meira eða minna meðvituð spenna og óró, sem kemur fram í alls konar öfgum og fjarstæðum, líkt og allir finni sig lifa á hinum síðustu dögum, og verði |)ví liver að krefjast og lirífa til sín svo mikið sem í verður náð af sýni- legum verðmætum. Um annað virðist ekki að ræða. Raunsvið, efnið bið ájjreifanlega virðist bið eina, sem er nokkurs virði. Rósrauð rómantík okkar síðustu kynslóðar verðskuldar ekki annað en lítilsvirðingu eða minnsta kosti bálfbulið bæðnis- bros út í anrtað munnvikið, líkt og sagt sé: „Aumingja þið. Okkur skuluð J)ið ekki blekkja. Það er víst nóg, hvernig J)ið Iiafið táldregið ykkur sjálf“. I staðinn fyrir þrá okkar eftir Jtekkingu og speki, kemur nú löngun til að eiga bíl eða flugvél. 1 stað aðdáunar á söng- list og ljóðum kernur nú hollusta eða seiðmagn bryllingskvik- mynda og frásagna. 1 stað þess að nálgast Guð og bið ósýnilega á slóðum bænar og hugleiðslu, spiritisma eða guðspeki, kem- ur nú þrá eftir tunglflugi og geimferðum út í líflausar víddir óendanleikans, þar sem því er lýst yfir bæði í gamni og al- vöru að Guð fyrirfinnist enginn, enda sé bans sízt J)örf. Það má helzt ekki bera á neinum tilfinningum, allt slíkt er gamaldags og úrelt og tilbeyrir rómantík okkar gráhærða lýðsins, og er vandlega falið bak við broslausar varir, sem japla sitt tyggigúm, bár, sem í mörgum tilfellum er þannig hand-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.