Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 14
252
KIRKJURITIÐ
terað, að það liylur að mestu svip og aiullit pergónunnar eink-
um stúlknanna, eða er þá burtklippt nema í bursta, sem lielzt
vilja stinga tilveruna, en liöfuðsvipurinn allur minnir á liið
eftirsótta tungl liimingeimsins.
Allt virðist þetta gjört til að dyljast. En oftar en varir munu
beitir eldar brenna bak við tönnlandi munninn og kæruleysis-
grímuna, sem steypt er yfir fallegu andlitin, sem eru reyndar
alltof föl eftir setuna yfir reikningsdæmum stærðfræðikenn-
aranna á skólabekkjum nútímans. En allt, sem heitir við-
kvæmni eða lijartasláttur er vandlega þaggað í liáværum sog-
um og skrækjum saxofona, trompeta og annarra verkfæra, sem
framleiða þá tegund af hávaða, sem liægt er að vaka við heil-
ar nætur og kallast á slærnri íslenzku jass.
Þetta er að vísu öfgakennd lýsing, en þó mun einliver þekkja
svipað. Og erfitt er það vissulega að vera fæddur inn í lieim,
sem er orðinn svo gamall, að þar er ekki gaman að lifa framar,
Iieim, sem liefur hlustað á sína eigin jarðarför í glaumi beims-
styrjaldanna og meira að' segja lieyrt frumtóna síðasta lagsins
í dunum sprengjunnar miklu yfir Hirosima. En sannarlega
mun það lag geta stigið bærra, ef sungið væri nú til enda.
En er þá ekkert lil varnar, ekkert til að veita hina týndu
gleði aftur, ekkert sem getur veitt þessum gamla lieimi æsku-
ljóma og unað á ný þar sem unnt verði að lifa og starfa í von
og draumum frelsis og friðar, sem bljóta að rætast í bættum
bræðrahag? Er ekkert, sem orðið geti rödd þess liirðis, sem
kalli og veki þessa „hópsins veiku björð til hærra lífs, til ódauð-
legra söngva?“
Jú, sannarlega. Ég bef þá trú, að það sé hlutverk kristin-
dómsins, kirkjunnar, að svo miklu leyti, sem hún fylgi kalli
Krists, síns góða hirðis. Stærsta uppspretta böls og vonleysis,
lífsleiða, námsleiða og gæfuleysis mannkyns á þessari öld allt
fram á 1961 eða til dagsins í dag, er einmitt í því fólgin að
liugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað
af fám“. Stjórnmálastefnur eru gjörðar að trúarbrögðum, efnis-
byggjan er orðin allsráðandi, sálin liefur gleymzt í kapphlaup-
inu um þægindi líkamans, manndýrkun er sett í staðinn fyrir
guðsdýrkun. En bins vegar liafa kröfur til guðsdýrkunar gleymt
hinu símannlega og sjálfsagða, einfalda og barnslega t. d.
gleðiþörf binna ungu og eilífðarþrá hinna eldri.