Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 16
KIRKJURITIÐ 254 af æskulýðsráði Reykjavíkur og ungtemplurum. En enginn stenzt án lijálpar liins opinbera, samkeppni við vínstofurnar, sem veita frían aðgang bara að unga fólkið kaupi vín á borðin. Sums staðar í heiminum befur kirkjan tekið að sér að vinna sigur á þessari samkeppni, svo að vínklúbbarnir hafa orðið að loka. Ennfremur ætti kirkjan að bafa smábarnaskóla handa for- skólabörnum í fjölmenni. Þessi skóli kæmi til uppbótar fvrir fræðslu ömmunnar, sem liorfin er í hraða og glaum, svo að of víða týnist signing barnsins. Þá ætti að vera auk sunnudaga- skólans, stúkustarf við kirkjuna banda 10 til 12 ára börnum, og skátafélög bæði fyrir ljósálfa og skáta, að ógleymdum æsku- lýðsfélögum fyrir fermda unglinga. Slíkt starf er nú þegar baf- ið, en þarf flestu fremur að aukast og eflast til lieilla fyrir menningu næstu kynslóða. Æskan og kirkjan beyra saman. og tómstundaheimili kirkn- anna eiga vonandi eftir í framtíðinni að verða meðal helztu menningarstofnana, auk þess verður kirkjan að sinna starfi í almennum skólum, meðal stúdenta og í íþróttalífinu. Og nái kirkjan tökum á æskunni, þá eignast æskulýðurinn aftur sína drauma, sínar hugsjónir, sem bera munu blæ af sjálfri bug- sjón bugsjónanna, Guði og Kristi og draumi draumanna, sjálfri eilífðinni og geta því ekki hrunið né brugðizt á ævileiðinni. „Líf er vaka, gimsteinn ga>fia Gi/ði vígt en ekki mold, aldrei sagSi sjóli lueða sálin verSi duft sem hold“. Ef til vill á vantraust æskulýðsins og gagnrýni hans á okkur eldri kynslóðinni dýpri þýðingu en okkur grunar. Það gæti verið bending um, að við þyrftum að lesa upp og læra betur. Hugsjónir stjórnmála og efnishyggju gefa mannkyni ekki bamingju, nema mjög takmarkaða. Og kirkjan verður að breyta um starfshætti, annars verður bún eins og ávaxtalausa fíkjutréð, sein visnar við veginn, og er orðin krækla óðar en varir, þótt rót hennar Hfi. Hún má aldrei staðna og horfa að- eins til baka. En eigi bún og njóti Iðunnarepla frá böndu og anda Krists,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.