Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 26
264 LtlRKJURITIÐ tunguiium — sonardóttir sr. Stefáns Þorvaldssonar í Stafholli og alsystir sr. Stefáns prófasts að Staðarlirauni. Börn prestshjónanna að Hesti urðu 10 alls. Sr. Lárus og yngsta systir lians, Guðrún Elísabet, prófastsfrú að Skinna- stað í Axarfirði, ólust upp Iijá móðurbróður sínum, sr. Stefáni á Staðarlirauni og kona bans frú Jóbönnu Magnúsdóttur. Staðarlirauns-lieimilið var annálaö fyrir myndarskap og reisn á flestum sviðum. Bæði voru þau prófastsbjónin mann- kostafólk bið mesta. Og víst er um það, að haldgott veganesti blutu systkinin út í lífið og lífsbaráttuna frá þeirra liendi. Sr. Lárus elskaði þau, virti og mat fleslum fremur. Og liina aiul- legu mótun lilaut bann án efa að verulegu leyti frá fósturföður sínum. Það var snemma augljóst, að prestssonurinn frá Hesti var enginn meðabnaður, livað andlegt atgjörvi snerti. Þegar á æsku- árunum sást það gjörla, að bugsunin var óvenju skörp og skýr og gáfurnar leiftrandi ljósar. Vorið 1915 lauk sr. Lárus stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík — og embættisjirófi við guðfræðideild Háskólans 15. júní 1919. Hinn 6. júlí það ár vígðist bann sem aðstoðar- jirestur til sr. Björns Jónssonar, prófasts á Miklabæ. Þegar frá uppliafi tók Skagafjörðurinn sr. Lárus sterkum tökum. Löngu síðar sagði bann frá því, að þegar liann lagði af stað í sína fyrstu langferð frá Miklabæ, liafi bin alkunnu orð listaskáldsins góða: „Hér vil ég una ævi minnar daga, alla, sem Guð mér sendir“, liljómað í liuga sér. Frá upphafi duldist það engum, sem lilýddi á ræður sr. Lárusar, livort sem bann talaði af jirédikunarstóli eða við önnur tækifæri, að þar var kennimaður á ferð, sem kunni að færa liugsanir sínar í búning hins fegursta máls, — og í flutn- ingi gæddi bann þær slíku lífi og þrótti, að liver og einn, sem á hlýddi, var knúinn til að lilusta. — Yfir öllu var sama snilldin, jafnt efnisvali, búningi og framsögn ræðunnar, liverju sinni. Og aldrei slakaði bann á þeim kröfum, er liann gerði til sjálfs sín, eigi síður en annarra, í ræðugerð, alla sína jirests- skapartíð. Á því sviði var bann líka sívaxandi til síðustu stundar. En það, sem að mínu áliti gaf prédikunum lians alveg sér- Stakt gildi, var það, að liann talaði aldrei til þess að kitla eyru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.