Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 33
KlRKJURiTlÐ 271 telja að breyla þurfi námsefnunum. Þoka surnu því gamla til liliðar en skipa nýju í staðinn, sem tækniöldin krefjist fyllri þekkingar á. Og kenna fólkinu fyrst og fremst að læra — leið- beina því livernig það eigi að afla sér sem mestrar fræðslu með sem hægustu móti. Sýna því hvernig það á að nota sér bækur og bókasöfn til að lieyja sér þann fróðleik, sem því liggur á. Draga í þess stað úr yfirlieyrzlunum. Nota líka tækn- ina; skugga- og kvikmyndir og liinar og þessar vélar aðrar bæði til að vekja áhuga nemenda á viðfangsefnunum, leiða þeim námsefnið ljóslifandi fyrir sjónir og snúa oft með þessum bætti leiða upp í áhuga og gleði. Sú vitund smáglæðist líka á ný að sá forni skilningur var réttur, að liinn siðræni þáttur menningarinnar er engu minna verður né ónauðsynlegri en þráður þekkingarinnar. Þess vegna kveður nú orðið æ oftar við, að skólarnir séu ekki einvörð- ungu fræðslubrunnar lieldur uppeldisstofnanir. Sem er liverju orði sannara. Og mun reyna æ meira á það í framtíðinni sakir breyttra heimilishátta og venja. Enn má minna á vaxandi reynslu þess að ekki má ofmeta bóknámið í samanburði við starfsnámið. Auðvitað er æskilegt að allir unglingar njóti þeirrar bóklegu fræðslu, sem þeim er nauðsynleg til að verða sem bezt að manni og geta notið sín. En það er staðreynd að margir unglingar hafa livorki löngun né hæfileika lil að vera nokkuð verulega bóklærðir, þótt þeir géu starfslineigðir og geti þegar á unga aldri orðið liinir nýt- ustu þegnar. Margur fjármaður og kúabirðir var áður fyrr ekki talinn stíga í vitið, né las hann mikið í bókum, og var þó mikill maður af starfshæfni sinni, dyggð og trúmennsku og nýtari þegn en margur annar, sem þóttist honum ólíkt lærðari. Sumir geta blátt áfram beðið ævilangt tjón við að vera of lengi fjötraðir á bekk bókskólans. Fyrir það verður að girða nieira en gert er. Vér vitum sem sagt hvert stefna ber í umbótaátt. En mætt- um gjarnan greikka ögn sporið að markinu. Vort stutta sumar Eitt j)að gleðilegasta sem gerzt hefur hérlendis er livað vinnu- tíminn hefur stytzt almennt talað — einkum verkafólks til sjáv- ar og sveita. Öllum fulltíða mönnum er minnisstætt Jjegar unn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.