Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 43
KIRKJURITIÐ
281
20 metra út á túnið, lægði veðrið um stund og þá notuðu þær
Ólína og Margrét tækifærið og björguðu úr kirkjunni, því
seni bjargað varð. Þær báru altarið og altaristöfluna inn í
bæ ásamt messuklæðum og fleiru.
Þegar þessu björgunarstarfi var lokið, herti veðrið aftur og
kirkjan bélt áfram að fjúka og beitarhúsamaður, sem var að
koma frá Hálsakoti, mætti brakinu langt úti á grundum.
Skömrnu síðar eða 15. janúar 1904, skrifaði prófasturinn í
Skagafjarðarsýslu, séra Zopbonías Halldórsson í Viðvík, svo-
liljóðandi bréf til biskups: „Hér með tilkynni ég yður liáæru-
verðugi lierra biskup, að 28. f. m. fauk kirkjan að Goðdölum
og brotnaði að miklu leyti. Eigi veit ég neina ástæðu til foks-
ins. Snikkari Árni Jónsson smíðaði liana og liafði hann al-
niennt það álit, að liann væri beztur smiða liér í þann tíð.
Eftir umtali margfullvissaði hann mig um, að liann skyldi
fullkomlega tryggja bana gegn foki. Einbverntíma í sumar
mun því nauðsyn bera til, að fá peninga þá, er nefnd kirkja
a nú í kirkjusjóðnum, henni til endurbyggingar. Tæplega
niun verða unt að komast bjá, að bún taki lán og vænti ég
þess, að hún fái það þá úr kirkjusjóðnum, ef þess er nokkur
kostur“.
Kirkjan var svo endurreist, þetta sama ár 1904. Yfirsmiður
var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki, sem smíðaði kirkjur
og brýr hér í héraðinu á þessum tíma. Með honum unnu að
smíðinni, Guðmundur Guðmundsson síðar bóndi á Reykjar-
f'óli og Gunnar Sigurðsson frá Fossi á Skaga. Fjórði smiður-
inn liét Guðni frá Isafirði. Sagt er að bann bafi smíðað það,
sem vandasamast var.
Áður en ég segi fleira, vil ég minnast á tvo kirkjugripi, altar-
tstöfluna og altarisklæði með ártali 1763. Ég hef spurt marga
nni, liver hafi saumað þetta klæði og hvernig kirkjan liafi
eignast það, en ég lield að enginn hér í sókninni viti það nú.
Ékki er ólíklegt, að um það sé skráð í vízitasíu-bókum, en ég
Éef ekki haft aðgang að þeim. Frá 1748 til 1794 var séra Jón
Sveinsson prestur í Garðdölum. Kona Iians var Steinunn Ól-
‘ifsdóttir lögréttumanns í Héraðsdal Þorlákssonar, en dóttir
þeirra Guðrún kona séra Odds á Miklabæ. Mér dettur það í
bug og er það aðeins tilgáta, að þ ær mæðgur, önnur hvor eða
báðar, hafi saumað klæðið og gefið kirkjunni.