Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 48
286
KIRKJURITIO
ég hefft'i lent nær stólbríkinni, þá mundi ég liafa stórslasast
eða jafnvel beðið bana, því að fallið var ákaflega snöggt og
þungt.
Vafurlogi
Arið 1852 var ég á ellefta árinu og átti heima í Höfðahólum
á Skagaströnd. Það bar svo til á þrettánda dag jóla, að ég var
ásamt öðrum unglingspilti sendur með nautgrip fram að Vind-
hæli. Sá bær stendur sunnar og austar. Þetta var rétt fyrir
hádegi. Veður var gott en heldur dimmt og drungalegt loft
og leit út fyrir útsynning. Við áttum yfir all langa mýrarflóa
að sækja, en svo stóð á, að lilákur liöfðu gengið undanfarið,
en var nú farið að frjósa, svo svellalög voru talsverð á flóanum
og við urðum að krækja eftir auðu hlettunum. Þá var það eitt
sinn, er við vorum á þessu hringsóli, að okkur varð litið til
norðurs; sáum við þá hvar logi gaus upp á mýrunum fyrir ofan
Höfðakaupstað. Loga þessum skaut ýmist upp eða niður. Hann
var ljósleitur er hann kom, en bláleitur livert sinn er hann
fór niður. Við horfðum undrandi á þetta lengi; svo héldum
við loks áfram, en vorum alltaf að líta aftur og sáum jafnan
hið sama, allt þar til að við komum lieim að bænum. Á leiðinni
heim sáum við enga nýlundu.
Engin hyggð er í nálægð við stöðvar þær er við sáum ljósið
á, því fyrir ofan kaupstaðinn eru svarðargrafir miklar, svo
taka við víðáttumiklir flóar, en nokkuð fyrir ofan grafirnar
var hál þetta er við þóttumst sjá. Þess má geta að það var, að
okkur virtist um 2—3 fet er það var hæst.
Villa
Á einu af seinustu árum mínum á Mánaskál, eða kringum
1870, kom fvrir mig atvik það, er nú skal greina.
Það var kvöhl eitt um liaustið, skömmu eftir veturnætur, að
mér var vant tveggja eða þriggja sauða, þegar ég lét inn um
kvöldið. Mér datt í hug að þeir mættu hafa lent í féð á Núpi,
sem er næsti bær þar fyrir framan, þeim megin í dalnum. Ég
fór því þangað að spyrja eftir þeim en varð einskis vísari.
Hélt ég þá að skeð gæti, að þeir liefðu flækst saman við Úlfa-
gilsféð, ])ví að áin var lögð. Er bær sá að vestanverðu við ána,