Kirkjuritið - 01.06.1962, Síða 49
KIRKJURITIÐ
287
um miðja vegu milli liinna fyrrnefndu bæja. Ég fór nú þangað
og spurðist fyrir en árangurslaust. Þeir voru þar ekki. Ég hugði
því að lialda lieim beina leið. Lausasnjór var nokkur á jörð en
færi þó allgott, því að vel var frosið undir. Veðri var þannig
varið, að tunglskinslaust var og dimmt í lofti, en þó fjallahjart
vel. Þannig hagar til á tílfagili, að túnið liggur út og ofan að
ánni. Neðst á túnfætinum stóð hesthús. Þaðan tók ég stefnu
beint heim á bæ minn, sem má heita stutt bæjarleið. Með mér
var hundur minn, sérlega vitur og tryggur, sem aldrei skildi
vig mig. Ég hélt svo áfrant þar til ég kom á svonefndan Vörðu-
mel, sem er rétt fvrir sunnan túnið á Mánaskál, aðeins lækur
á milli, sem Skriðulækur nefnist. Þar kannaðist ég vel við mig
og ætlaði að lilaupa þaðan í einum spretti heim að bænum.
Svo fór mér bráðunt að þykja langt, því að ekki kom ég heim,
en hélt samt áfram, þar til að ég vissi ekki fyrri til en ég var
kominn heirn að húsi því á Úlfagili, er ég fór síðast frá, og
kallað var Hornliús. Mér þótti þetta næsta kynlegt, því ég
hafði aldrei áður villzt, og hafði þó oft verið á ferð í dimmu
og vondu veðri. Ég skammaðist mín að gera vart við mig á
Úlfagili, þóttist ég ekki þurfa þess, því mér fannst ég vera alveg
réttur, og lagði því liiklaust á stað heim aftur. Allt gekk vel
þar til ég kom á fyrrnefndan Vörðumel og ætlaði að taka
strikið heint lieim. Þá fór allt á sömu leið og þannig gekk það
til í þrígang. En þegar ég er að fara frá Hornhúsinu í þriðja
sinn, þá kemur kona mín,1 á móti mér. Var hana, sem von
var, farið að lengja eftir mér, því komið var langt fram á vöku.
Hún var því að smá koma út og grennslast eftir mér og eitt
sinn heyrir hún, að hundurinn geltir ákaflega fyrir sunnan
túnið, en lieyrir að hljóðið fjarlægist meir og meir, svo hún
afréð að leggja sjálf á stað til að vita hvernig á þessu stæði.
Þegar við fundumst var ég eittlivað undarlegur og domm og
anzaði henni litlu. Allt gekk þó vel þar til við komum á Vörðu-
melinn. Þá segir hún að nú ætli ég að fara skakkt, en ég vildi
ekki slíkt lieyra, því mér fannst ég vera á réttri leið. Hun
streittist við mig allt livað hún gat og leiddi mig við hönd sér.
Samt gat ég tekið á mig allmikinn sveig, svo við komumst
nokkuð langt upp í hrekkur. Þar rákumst við á hrossin; kann-
1 Guðrún Guðmundsdóttir.