Kirkjuritið - 01.02.1967, Page 20

Kirkjuritið - 01.02.1967, Page 20
Björn Bjornsson, dr. theol: Höjundur þessarar greinar lauk fyrir skömmu, sem kunnugt er, doktorspróji í Edinborg, og gerir hér grein fyrir höfuiiefni ritgeröar sinnar. Um lúterska hjúskaparkenningu í nútíma þjóðfélagi The Lutheran Doctrine oj Marriage in modern Icelandic Society Ritgerð þessi var unnin undir sameiginlegri umsjá guðfræði- deildar og mannfélagsfræðideildar Háskólans í Edinborg. Rit- gerðin greinist í fjóra meginþætti, þrjá guðfræðilega og einn, sem greinir frá félagsfræðilegri athugun, er unnið var að í einuin af kaupstöðum þessa lands. 1 fyrsta þætti er greint frá kenningu Lúters um fjölskylduna og lijónabandið. Lúter var í mun að staðfesta bið veraldlega eðli bjúskaparstofnunar í andstöðu við hinn sakramentala skilning rómversk-kaþólsku kirkjunnar, án þess þó að þessi félagseining væri rofin úr tengslum við kirkjuna og fagnaðar- erindið um fyrirgefningu þeirra synda, sem vér drýgjum gagn- vart náunga vorum, en enginn er oss nákomnari, segir Lúter, en maki og vor eigin börn. Lúter gerir tilraun til þess að leysa vandann um samband liins andlega og hins veraldlega, kirkjn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.