Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 8
342
KIRKJURITIÐ
skömmu síðar. Þá strauk liann of; lagðist lit. Gekk hann svo
í lið með flökkudrengjum og hafðist við niðri við skipakví.
Þar liitti liann gamla konu, sem hafði jiekkt móður lians.
Hún lét hann njóta móðurinnar og leyfði honum að liggja 1
byrgi einu að húsabaki og gaf honum leifarnar af mat sínum.
Því næst vistaðist liann lijá karli, sem flutti vörur á upp-
skipunarbáti eftir Temsá. Þar átti Jim illa vist. Karlinn barði
drenginn fyir engar sakir. Jim langaði til að ganga úr vist-
inni, en Jiorði jiað ekki fyrir sitt litla líf. Karlinn átti lnuid,
grimman og vargslegan, og sigaði honum oft á Jim sér til
skemmtunar. Jim har ör á öðrum fætinum eftir hundinn.
Hann taldi víst, að karlinn myndi siga hundinum á eftir sér,
ef hann gerði tilraun til flótta.
En einn góðan veðurdag hvarf karlinn á hraut en annar kom
í staðinn og tók við bátnum, Jim og hundinum. Þessi nýi
liúsbóndi varaði sig ekki á Jim litla. Einhverju sinni, jjegar
húsbóndinn og hundurinn voru undir þiljum, lokaði Jim þa
inni og liljóp á braut. Hann flakkaði nú til og frá um borgina,
lifði við sult og seyru, lenti í höndunum á lögreglunni, komst
undan og lióf flakk sitt á ný. Loks varð liomim reikað inn i
kvöldskóla Barnardo, og þar með var sögunni lokið.
Þegar Jim liafði lokið sögu sinni, lögðu Barnardo og liann
undir eins af stað út í náttmyrkrið, til þess að leita að lieim-
ilislausum drengjum. Barnardo vildi sjá Jiá með eigin augum-
Jim réði förinni. Hann vissi hvar nokkrir drengir liöfðust við
að næturlagi og stefndi þangað.
Tunglið óð í skýjum og vindurinn næddi ískaldur um liálf'
nakinn líkama Jim litla. En það beit ekki á liann. Hann var
Iiress og glaður. Hann var nýbúinn að borða.
Þeir félagar héldust í hendur.
Loks komu þcir í götu, þar sem Gyðingar bjuggu. Þar f°r
Jim inn í garð og að húsabaki, benti upp á þakið á húshjalh
og sagði:
„Hérna eru þeir uppi, herra minn.“
Svo klifraði Jim upp á þakið í hendings kasti. Barnardo
klöngraðist á eftir og sá 11 drengi liggja þarna undir beru
lofti, steinsofandi í íiæturnæðingnum.
Barnardo rann kalt vatn milli skinns og hörunds.
„Á ég að vekja þá?“ spurði Jim litli.
A