Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 16

Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 16
350 KIRKJURITIÐ og sær“ og liimingnæfandi fjöll mót NorSurhafinu. Var það ein af afskekktustu sveitum landsins. Er þar snar þáttur þjóðlífssögunnar, ferðalögin fyrrum uin lieiðar og fjöll í vetrarbyljum, embættismanna og annárra. Eldskírn þeirra ferða lilaut hann ungur, sem hér er nú minnst. Island, Island vort ættarland þú aldna gyðju mynd. Þar báran kyssir svalan sand og sólin linýtir geislaband um lirími þakinn bamratind í liimins blárri lind. Land og þjóð, samspil jiessa tvenns. Hvílík saga! Sama árið og Þorvarður lauk guðfræðiprófi, eða jiann 26. október 1923 kvæntist liann eftirlifandi konu sinni, Ólínu Mörtu Jónsdóttur béðan úr Reykjavík. Stóð liún lionum þvl við lilið öll lians prestsskaparár og áfram, — og þannig, að hann skoðaði samfylgd hennar sem sína mestu gæfu og Guðs beztu gjöf sér til lianda. „Berið liver annars byrðar og upp' fyllið þannig lögmál Krists,“ segir postulinn. Það gleymir þvl enginn, sem sá hvernig þau tvö, Þorvarður og Ólína báru byrðarnar saman. Það var yfir Jiví fegurð, sem nefna niætti beilaga. Ef lieilög fegurð er til. Þau eignuðust jirjá sonu: Guttorm Þormar, yfirverkfræðing hjá Reykjavíkurborg, dr. Halldór Þormar forstöðumann víruS' deildar „Institute for Basic Researcli“ í New York, og Höi'ð Þormar efnafræðing við Rannsóknarstofnun Iðnaðarins. Auk þess ólu jiau upp fósturdóttur, Vilborgu Guðmundsdóttur, sein gift er Guðinundi Jörundssyni brunaverði á Akureyri. Jafnliliða prestsskapnum stundaði Þorvarður búskap miklum áliuga og dug og gegndi ýmsum opinberum störfuiu í sveit sinn, svo sem í hreppsnefnd, í skólanefnd og sem oddviti, allt við virðingu og mikið traust. Árið 1959 lét hann af prestsskap sakir beilsubrests og áttl bér rúm síðustu 10 árin í kyrrð og friði við hlið sinnar góðu konu. Jesús lýsir sælum mönnum með jiessuni orðum: „Sælir eru miskunnsamir“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.