Kirkjuritið - 01.10.1970, Qupperneq 22
KIRKJURITIÐ
356
Þá víkur þessi faðir orSum sínum til foreldra almennt. Bend-
ir þeim á að þeir skuli ganga með opin augu og vera þess
vitandi að hættan er yfirvofandi. En þeim sé ofvaxið og ófært
að vaka svo yfir börnum sínum að fullnægjandi sé. Áríðandi
sé að þau sýni þeim einlæga ástúð og réttmætt traust og leitist
við að skilja þau og leiðbeina þeim eftir föngum í þessum
málum.
Deilur og strangleiki geta gert illt verra. Vinsamlegar við-
ræður aftur á móti orðið til bjargar.
Þess vegna er foreldrunum nauðsynlegt að vita sem gleggst
deili á fíknilyfjunum og afleiðingum þeirra.
Og þau geti sagt margt með sannri vissu. Til dæmis að það
er ofmælt að marijuana sé skaðlaust. Fyrir því eru ekki nieiri
rök en þeirri staðhæfingu áður fyrr að vindlingareykiugar
gætu ekki valdið hættulegum sjiikdómum. Eins má benda a
að áfengi er auglýst um allar jarðir og fjöldi manna hlægj3
að því, að það sé þeim nokkuð til meins eða miska að neyta
þess. En samt er það alheimsbölvaldur.
Það er líka sjálfsblekking að trúa því að unnt sé að forðast
lífsleiða og kveða niður hryggð og mæðu með deyfilyfjum-
Aðeins draga úr sviðanum stund og stund með þeirri afleið-
ingu að eftir á verður þó allt þungbærara.
Nokkuð geta foreldrar ráðið því liverja trúnaðarvini bÖrmn
velja sér, að minnsta kosti fylgst með því ef þau virðast fan»
að villast og slá undan vindi. Tekin að trassa námið, temja
sér óeðlilegar útivistir, sækja lélega skemmtistaði.
Ég vil bæta því við í lokin, að ekki má gleymast að bug'
sjónirnar, lífsmarkið, ráða því öllu meira en nokkuð annað
livort unglingarnir lialda sér réttum á kili eða ekki og komast
í liöfn.
Ef ráðvillu, glaniurmennsku og nautnasýki gætir meira 1
fari ýmiss æskufólks nú en áður, er ein böfuðsökin sú að trúar-
leg og siðgæðisleg ábrif eru meir vanmetin á lieimilum og skól'
um. Andrúmsloftið í beinni eða óbeinni snertingu er mengað
eins og útsærinn.
Hvers vegna snýr ungt fólk baki við kirkjunni?
Þessi spurning var borin fram á æskulýðsþingi í Englaiidu
sem 140 fultrúar sátu. Svörin voru í þessum dúr: