Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 27

Kirkjuritið - 01.10.1970, Side 27
KIRKJURITIÐ 361 tveir af kennurum Princenton-liáskólans ráðnir til að kenna fag, sem nefnist kristindómur og þjóðfélag. í þeirri fræðigrein eru hagnýtt þau tæki og þær aðferðir, sem þjóðfélagsfræðin liefur tekið í sína þjónustu. Þannig hefur þróunin í guðfræðinámi lijá okkur stefnt rnjög til núlímalegra forms á síðustu áratugum. Hafa þessar breyt- lagar staðið yfir allt frá lokum síðari lieimsstyrjaldar. Kirkjan hefur einnig átt sinn mikla hlut að þeim þjóðfélagsbreyting- Uttl, sem orðið liafa á síðustu áratugum. og við reynum að búa ungu guðfræðingana undir að taka til starfa í þjóðfélaginu eins og það er á hverjum tíma. Þeir verða því að skilja eðli l'jóðfélagsbreytinganna. — Hvað er að frétta af samstarfi liinna ýmsu kirkjudeilda 1 handaríkjunum? Sanistarf þeirra liefur aukizt nijög að undanförnu. Við höf- Uln tekið upp stefnu í þeim ínálum, sem nefna mætti fjöl- hyggju. I lienni felst, að við gerum okkur grein fyrir því, að 1 Aineríku eru ekki aðeins mótmælendur, liehlur einnig kaþó- likkar, Gyðingar og fulltrúar mannúðarstefnu. Við liöfum einn- komizt að sömti niðurstöðu um kynþáttafjölhyggju. Ame- ríka er ekki eingöngu byggð livítum mönnum, heldur einnig syortum og brúnum. Og þegar augu manna hafa eitt sinn °Pnazt fyrir eðli fjölliyggjunnar, líta menn öðrum augum á Sanifélagið en fyrr. Fjölliyggjan felur ekki aðeins í sér að lifa 1 sama landi, lieldur að menn lifa sameiginlegu lífi, taka þátt 1 kjörum hver annars. Og þau miklu andlegu átök, sem um Pessar mundir eiga sér stað í Ameríku, eru að mínu viti af- eiöing af tilraunum, sem menn hafa gert til að öðlast heildar- lr*nsýn í þjóðfélagið, sem við lifum í. Uppreisnir æskulýðsins hafa beinzt að þessu sama að nokkru e)ti. Æskan lítur sínum eigin augum á heiminn og hefur s,uar hugmyndir um, hvernig liann eigi að vera. Æskumönn- Ulu finnst þeir lifa á inorgni nýrrar aldar og liðni tíminn er I eim ekki nóg. Þeir liafa áhuga á jafnrétti á sem flestum k'hðum mannlífsins, en mótmæli þeirra gegn ríkjandi ástandi rJotast út í ýmsum myndum. Þeir, sem lengst ganga, vilja ”f ,a hyltingu og kollvarpa gamla skipulaginu. Aðrir liafa hall- azt að austurlenzkri dultrú, t. d. Búddisma, en sumir leita athvarfs í ávana- og fíknilyfjum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.