Kirkjuritið - 01.10.1970, Page 38

Kirkjuritið - 01.10.1970, Page 38
Dr. Jakob Jónsson: Tveir fundir i. 1 smnar veittist mjer sú ánægja að taka þátt í norrœnum fundi sjúkrahúspresta. Hann var lialdinn í Modum Bads Nervesana- torium í Noregi. Slíkir fundir hafa mörg undanfarin ár verið haldnir til skiftis á Norðurlöndum, nema Islandi, og þó að næsti fundur hafi verið ákveðinn í Finnlandi, er vonandi, að ekki líði á löngu, áður en við verðum þeirrar gleði aðnjot- andi, að slíkur fundur verði hjer á landi. Þama voru saman komnir um það bil fimm tugir presta og þar af tveir Islend- ingar, við sjera Felix Ólafsson. Sumir voru prestar við stór sjúkrahús, en aðrir sóknarprestar, sem höfðu sjúkraliús innan prestakalla sinna. Aðalræðumenn voru allir norskir. Dagfinn Hauge, Iiiskup lalaði um trúarhugmyndir og trúartilfinningu almennings, og varaði við að draga of skarpar línur milli hins almenna og liins strangkirkjulega. Kirkjan ætti að vera rúmgóð og leggja rækt við að finna snertipunktana milli hins ahnenna og kirkju- lega. Aðrir frummælendur voru Alexander Jónsson, biskup? dr. Knud Enger, sjúkraliúsaprestur, Peder Olsen, dómprófast- ur, Hans Jörgen Holm, aðstoðaryfirlæknir, en umræður foru að mestu fram í smáhópum. Meðal þeirra atriða, er mest vora rædd, vil jeg nefna í fyrsta lagi þörfina fyrir prestsþjónustu meðal sjúklinga og annarra, sem byggju við ýmis konar fötlun, og síðan sambandið miH1 prestsins og þeirra, sem eiga að njóta þjónustu hans, bæði 1 predikun og sálgæzla. Hafði jeg ekki sízt ánægju af að heyra fyrirlestur læknisins. Hann taldi, að eðlilegt samband væri miHJ lækningar og sálgæzlu. Það er í samræmi við það sjónarmi^’ að við heilsuliælið í Modum Bad liefir nú verið mynduð uý stofnun, sem nefna mætti sálgæzlustofnun, og forstöðumaður hennar er ungur prestur, Hoydal að nafni. Hefir hann dvali*^ vestan hafs um skeið til að kynna sjer samstarf presta °S

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.