Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 5

Kirkjuritið - 01.12.1974, Page 5
í GÁTTUM Góðir lesendur. Þá koma hér loks dreggjar þjóðhátíðarárs og ekki vonum fyrr. Trúlega munu þær þykja með ýmsu bragði. Heldur seint sóttist og að afla þeirra. Engin er það afsökun, en það með öðru hörðu árferði, sem herjar á blaða- og bókaútgáfu, veldur óneitanlega nokkrum búsáhyggjum. Meðal þess, sem hefti þetta færir lesendum, er dálítill pistill, er síra horsteinn Björnsson, prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, lét í té að °sk ritstjóra í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli safnaðarins. Það afmæli er íhugunarvert, og heldur ætti það að herða á, að síra Kristján Róbertsson óregur enga dul á hrifning sína af fríkirkjusöfnuðum vestan hafs. Það ætti að finnast á því spjalli hans, sem hér fylgir með. Mörgum kirkjumönnum ^ór á landi mun og Ijóst, að hin nánu tengsl íslenzku þjóðkirkjunnar svo- kölluðu og íslenzka ríkisins eru kirkjunni að mörgu leyti óholl. Þar kemur °9 að því, að íhugunarvert kann að vera, hvað sé þjóðkirkja og hvað ríkis- kirkja. Stór sþurning er, hvort hér er nokkuð annað en ríkiskirkja, þótt köHuð sé þjóðkirkja. Ljóst er, að slíkt mál gæti orðið ofarlega á baugi hjá oss á næstu árum. Hins vegar eru og í hefti þessu greinar, sem leiða hugann að því enn e'nu sinni, hversu íslenzkt þjóðlíf og íslenzk alþýðumenning lifir öðrum bræði í kirkju sinni. Þannig hefur það verið um aldir. Þar er arfur, sem ekki má kasta á glæ. Loks er hér vakið máls á því, hvað sé hrein trú og rétt. Umræður í þá Veru hafa ef til vill verið heldur slævðar um sinn. Holt og nauðsynlegt er að hrista af sér dofann og slenið. Hjótið vel, — og þökk sé vinum fyrir drengilegan stuðning og hvatning. G. Ól. Ól. 291

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.